Söluauglýsing: 1288728

Grettisgata 9b

101 Reykjavík

Verð

179.900.000

Stærð

169.8

Fermetraverð

1.059.482 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

23.600.000

Fasteignasala

Eignamiðlun

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 4 daga.

Nýrri auglýsingar

Nýrri auglýsingar á sömu eign sem eru enn í birtingu

Pnr.HeimilisfangÁsett verðStærðFermetraverðTegundDags.Mbl
179.900.000 kr.170 1.059.482 kr./m²11.07.2024

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Eignamiðlun og Minjavernd kynna glæsilegt einbýlishús með aukaíbúð við Grettisgötu 9b. Um er að ræða hús sem stóð að Hverfisgötu 61 og var upphaflega byggt árið 1901 af Guðjóni Gíslasyni skósmið. Húsið hefur nú verið flutt á lóð við Grettisgötu 9. Húsið var sett á steyptar undirstöður og jarðhæð, byggð við húsið viðbygging til norðurs og tveimur íbúðum komið fyrir. Húsið hefur verið endurbyggt frá grunni. Einstakt tækifæri.

Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.

Heildarstærð er 169,80 fm en húsið er á tveimur fastanúmerum.
3.herbergja íbúð er á aðalhæð, íb101, og risi sem er skráð 114.5fm. Íbúðin skiptist í gang, snyrtingu, geymslu, eldhús og stofu í opnu rými, baðherbergi og þrjú herbergi. Úr hjónaherbergi er gengið út á svalir. 
Í kjallara er 55.3 fm 2. herbergja íbúð með sér inngangi, íb001, og skiptist í gang, baðherbergi, geymslu/þvottahús, eldhús og stofu í samliggjandi rými og svefnherbergi. Gengið verður út á hellulagða verönd til suðurs útfrá stofu.


Gengið er upp utanliggjandi stiga. Af stigapalli er sérinngangur inn í íbúð 101.
Komið er inn í forstofu / hol. Forstofan er rúmgóð og er með gestasalerni innaf. 
Gestasalerni er með gólfdúk en hvítar flísar á veggjum.
Rúmgóð geymsla er innaf holi.
Glæsilegur stigi er frá holi upp á rishæð. Stiginn er sérsmíðaður með lökkuðum þrepum og máluðum handriðum. Í stigagang er gömlul grind úr bindingsverki, hlaðin gömlum múrsteinum. Hlaðni veggurinn setur mikinn svip á rýmið og er sjáanlegur frá báðum hæðum.
Frá holi er gengið inn í rúmgott alrými sem húsir eldhús, borðstofu og stofu
Falleg eldhúsinnrétting með eldra sniði. Skápar og hurðir verða frá JKE eða sambærilegt. Eldhústæki fylgja með og eru innbyggð, ofn, helluborð, uppþvottavél og ísskápur.
Rýmið er með glugga á þrjá vegu. Skorteinn er fyrir miðju. Hlaðinn úr múrsteinum með stálröri að innan, ásamt vírbundinni einangrun.
Gólfefni á allri hæðinni, fyrir utan gestasnyrtingu, er sérstaklega falleg lökkuð fura.
Þegar komið er upp á rishæð er baðherbergi á hægri hönd.
Baðherbergið er rúmgott. Innrétting með eldra sniði. Vegghengt salerni og sturtuklefi. Gólfdúkur. Tengi fyrir þvottavél.
Á vinstri hönd þegar gengið er upp er vinnurými. Rýmið bíður upp á ýmsa möguleika.
Svefnherbergin tvö eru innaf vinnurýminu.
Svefnherbergi (9.1 fm) er án skápa og með glugga til austurs.
Hjónaherbergi (18.7 fm) er mjög rúmgott, án skápa og með glugga til austurs og vesturs ásamt svölum til suðurs.h
Gólfefni rishæðar er lökkuð fura fyrir utan baðherbergi en þar er gólfdúkur.
Ofnhitun er á efri hæðum.

Íbúð 001 er á jarðhæð og er með sérinngangi. 
Gengið er inn á gang. Frá gangi er gengið inn á baðherbergi, geymslu / þvottahús og inn í stofu / eldhús.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni. Sturtuklefi. Innrétting með eldra sniði. Gluggi á baðherbergi.
Geymsla og þvottahús eru í samnýttu herbergi. Gólfdúkur. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi á þv.húsi / geymslu.
Stofa og eldhús eru saman í rými. Gólfdúkur. Eldhúsinnrétting með eldra sniði. Skápar og huðrir frá JKE eða sambærilegt. Eldhústæki fylgja með og eru innbyggð, ofn, helluborð, uppþvottavél og ísskápur. Útgengt er á hellulagða verönd frá stofu.
Svefnherbergið er án skápa og með gólfdúk.
Gólfhiti er í allri íbúðinni. 

Húsið verður afhent með frágenginni lóð. Bílastæði verður hellulagt með 10x20 hellum og grashellur þar inn af. Hellulögð gönguleið að inngöngum ásamt útisvæði fyrir framan jarðhæð. Lagnaleið fyrir hleðslustöð verður klár.  Að öðru leyti verður lóð lögð torfi. Við götu og á norðurvegg verður lág girðing. Lágir runnar verða framan við gerðingu við götu.

Húsið er með steyptri jarðhæð en að öðru leiti timburhús. Burður milligólfs milli efri hæðar og riss er nútíma efni sem og þakviðir og viðir í burði viðbyggingar við norðurhlið. Húsið er klætt grenikrossvið utan á grind og til aukinnar hljóðvistar og eldvarna er klætt útigifsi utan á krossvið. Gifsklæðning skilar sér einnig í betri hljóðvist utanfrá. 
Húsið er bárujárnsklætt. Gluggafög eru með tvöföldu K-gleri, en eldvarnargler er í fögum og hurð við svalir á efri hæð.

Nánari upplýsingar veita:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignsali, í s:867-0968 eða [email protected]
Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali, í s:824-9093 eða [email protected]
 

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Verðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Ekki tókst að sækja verðsögu á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Auglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
6 skráningar
179.900.000 kr.1.059.482 kr./m²04.06.2024 - 19.07.2024

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 6 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband