Söluauglýsing: 1287188

Kvisthagi 25

107 Reykjavík

Verð

81.900.000

Stærð

75.6

Fermetraverð

1.083.333 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

62.650.000

Fasteignasala

Fastborg

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Borg fasteignasala og Anna Laufey Sigurðardóttir löggiltur
fasteignasali kynna til sölu mikið endurnýjaða risíbúð við Kvisthaga 25.


Hugguleg 75,6 fm risíbúð í fjórbýlishúsi með sameiginlegum inngangi. Þrjú
svefnherbergi eru í íbúðinni. Svalir.  Sér geymsluskápur og sameiginlegt
þvottahús í kjallara.

Vel staðsett risíbúð í Vesturbænum í göngufæri við skóla, sundlaug,
kaffihús og verslun.

Íbúðin: Stofa og borðstofu rými með frönskum glugga sem setur
skemmtilegan svip á rýmið.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðu skápa plássi. Gott barnaherbergi með
stórum glugga. Eldhúsið er bjart með búri/vaskahúsi við annan enda
eldhússins en geymslu við hinn endann. Nýlega endurnýjað baðherbergi
með baðkari. Rúmgott hol og þaðan er gengið upp stiga í risherbergi. Búið
er að endurnýja íbúðina á fallegan og smekklegan máta.

Endurbætur og viðhald:
2023 Skipt um alla glugga. Einangrun bætt í risi og skipt um viðarklæðningu.
2023 Baðherbergi: Nýjar flísar á veggi og gólf. Nýr vaskur, blöndunartæki og
innréttingar.
Skipt um kaldavatnslagnir og inntak íbúðar.
2020 Ný svalahurð og nýtt teppi á stigagang.
2019 Nýr franskur gluggi í stofu.
2018 Nýtt parket sett á alla íbúðina. Nýtt eldhús. Skipt um glugga í
stigagangi og sameign.
2013 Húsið drenað

Eignin Kvisthagi 25 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-7789, birt stærð 75.6 fm.

Nánari upplýsingar veitir Anna Laufey Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali í síma
696-5055, [email protected].

Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá. Hafðu
samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband