Söluauglýsing: 1287064

Álfhólsvegur 23

200 Kópavogur

Verð

104.900.000

Stærð

121.2

Fermetraverð

865.512 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

83.400.000

Fasteignasala

Fastborg

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Borg fasteignasala kynnir til sölu: Álfhólsvegur 23, 200 Kópavogur, fjögurra herbergja útsýnisíbúð á 3. hæð í nýju sex íbúða fjölbýlishúsi. Tvennar svalir og stæði á lóð hússins fylgja íbúðinni, til afhendingar við undirritun kaupsamnings. 

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin merkt 03-02 og skráð 121,2 mað stærð. 

BÓKIÐ SKOÐUN 
Böðvar Sigurbjörnsson lögfræðingur M.L og lgf., í síma 660-4777 - [email protected] 
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali, sími 844 6447 – [email protected]


Skipulag: Anddyri, gangur, þvottahús, baðherbergi, stofa/eldhús, 3 svefnherbergi og geymsla. 

Nánar: Íbúðin sem merkt er 03-02 er á 3. hæð hússins og afhendist fullbúin samkvæmt skilalýsingu án gólfefna að undanskyldum votrýmum (baðherbergjum og þvottahúsi) sem eru flísalögð. Vönduð innrétting með eyju í eldhúsi með dökku viðarútliti (melamin), tæki frá AEG, bakaraofn í vinnuhæð, spanhelluborð og eyjuháfur með kolasíu, vönduð einnarhandarblöndunartæki, kvarts borðplata og ljúflokanir á hurðum og skúffum. Skápar í herbergjum og aðrar innréttingar íbúðarinnar eru í sama lit og í eldhúsi en hurðar eru hvítar og yfirfelldar. Rúmgott baðherbergi með gólfhita, stórar flísar með sandsteinsáferð, innrétting með skúffum neðan handlaugar, upphengt salerni með innbyggðum kassa, stór "walk in" sturta og handklæðaofn. Þvottahús með flísum á gólfi innan íbúðar og geymsla sem staðsett er í byggingu undir bílastæðum. 

Annað: Álfhólsvegur 23 er ný íbúðarbygging á 3. hæðum með alls 6 íbúðum, ásamt hjóla - og vagnageymslu. Bílastæði á lóð hússins fylgja húsinu. Húsið er vel staðsett í rótgrónu hverfi í Kópavogi, stutt í alla helstu þjónustu. Burðarvirki hússins er staðsteinsteypt með hefðbundnum hætti. Útveggir eru steinsteyptir, einangraðir og klæddir að utan.

Byggingaraðili er Klettás ehf og aðalverktaki byggingarframkvæmda GG- Verk ehf. Arkitektar hússins eru Vektor ehf - hönnun og ráðgjöf.   

Sýningar og nánari upplýsingar: 
Böðvar Sigurbjörnsson lögfræðingur M.L og lgf., í síma 660-4777 eða [email protected] 
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali, sími 844 6447 – [email protected]

 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á sem nú er 0,3 % af brunabótamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8/0,4 % af heildarfasteignamati.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl.
4. Lántökugjald lánastofnunar 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband