Söluauglýsing: 1286578

Grensásvegur 1a íb.408

108 Reykjavík

Verð

71.900.000

Stærð

76.9

Fermetraverð

934.980 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

28.000.000

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

***Bókið skoðun í S: 844-6516 ***
Fasteignasalan TORG kynnir: Glæsileg 2ja herbergja íbúð á 4.hæð á Grensásvegi 1A, íbúð nr. 0408, sem skilast fullbúin með gólfefni. Íbúðin er skráð skv. Þjóðskrá 76,9m2 í góðu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í alrými með eldhúsi, borðstofu, stofu og útgengi út á verönd, 1 svefnherbergi með fataherbergi, baðherbergi, sér þvottahús og geymslu í sameign, skráð 5,3m2. Möguleiki er að leigja bílastæði í kjallara.
 Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma: 844-6516 eða [email protected]

Nánari lýsing: Gófhiti er í öllum rýmum og handklæðaofn í baði. Fallegar samrýmdar og sérsmíðaðar innréttingar, vönduð rafmagnstæki frá Bsoch, meðal annars innfeldur ísskápur, innbyggð uppþvottavél, Spanhelluborð, ofn og Eico vifta yfir eyju og/eða Bosch vifta undir skáp, þar sem við á. Baðherbergi og ef um sér þvottaherbergi er að ræða, eru flísalögð með flísum frá Casalgrande Padana. Hreinlætistæki eru frá Grohe og sturtuklefi með hertu sturtugleri og niðurfalli í gólfi. Sjá skilalýsingu og nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins: ***SMELLA HÉR -  SÖLUVEFUR G1***  

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma: 844-6516 eða [email protected]

Nánar um verkefnið: Glæsilegar nýjar íbúðir á þessum eftirsóttastað í útjaðri Skeifunnar að Laugardalnum, sem er eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar. Íbúðin er í göngufæri við alla almenna þjónustu s.s í Glæsibæ og Skeifunni. Alls eru áætlaðar allt að 204 íbúðir í þessu verkefni, sjá nánar á heimasíðu: Söluvefur G1.  Allar íbúðirnar eru innréttaðar á sama hátt. Íbúðum er skilað með eldhús-, bað- og þvottahúsinnréttingum (þvottahús er ekki í öllum íbúðum), ásamt fataskápum í forstofu og svefnherbergjum/fataherbergjum. Allar innréttingar eru í dökkum eikarlit í bland við hvítan akrýl sem er eitt það slitsterkasta efni sem völ er á í dag. Gólfhiti er í öllum rýmum íbúða. Ofnar eru í sameign og á geymslusvæðum fyrir utan sjálfan bílakjallarann. Innan íbúða verður stærsti hluti innveggja, þ.e. þeir sem ekki eru staðsteyptir, úr LEMGA léttsteypusteinum. Einungis lítill hluti veggja í húsinu verða gifsveggir. Sorpflokkun/sorplosun í húsinu er öll í sameiginlegri sorpgeymslu í kjallara innanhúss. Sorp verður losað um lúgur eftir tegund sorps. Engin sorpgeymsla eða flokkun er utandyra. Almennt gildir að íbúðum verður skilað máluðum í ljósum litum og án gólfefna fyrir utan flísalögn á bað- og þvottaherbergjum. Veggir á baðherbergjum verða flísalagðir fyrir utan vegginn þar sem gengið er inn í baðherbergi. Handklæðaofn er í öllum baðherbergjum. Gert er ráð fyrir allt að um 4.000 m2 af atvinnuhúsnæði, þ.e. skrifstofu-, veitinga og verslunarhúsnæði, sem að mestu leyti er í sérinngangi í sjö hæða norðurenda Grensásvegi 1A-hússins, en einnig er atvinnuhúsnæði á jarðhæð meðfram Grensásvegi og á allri jarðhæð 1C-húss sem staðsett er á suðurenda lóðar. Heildarfjöldi bílastæða er rúmlega 180 stæði í kjallara á þremur hæðum. Einnig er m.a. að finna sameiginlega hjólageymslu í kjallara fyrir um 400 hjól. Fjöleignarhúsin skiptast í fjögur sjálfstæð hús ofanjarðar með sjö stigagöngum, sameiginlegum kjallara, bílastæðum og geymslum. Geymslur fylgja öllum íbúðum og eru þær staðsettar á fyrstu og annarri hæð kjallara og eru flestar þeirra í svokölluðum geymslugangi sem er aðgengilegur frá bílakjallara en nokkrar þeirra snúa beint út í bílakjallara. Íbúar hafa aðgengi að einu eða fleiri bílastæðum í bílakjallara gegn gjaldi. Hægt verður að velja um fleiri en eina áskriftarleið eftir viðveru. Einnig verður möguleiki á skammtímaleigu á stæðum yfir hluta úr degi í gegnum stæðakerfið sem byggir á myndavélakerfi við inn- og útkeyrslu í bílakjallara frá Skeifunni. Húsin verða fjögurra til sjö hæða, sjö hæðir á lóðinni til norðurs á móti Glæsibæ, fimm hæðir á miðri lóð og fjórar hæðir í suðurenda lóðar að Skeifunni. Á milli húsanna er skipulagður sameiginlegur garður fyrir íbúa og snúa verandir stigaganga 1A, 1B, 1D, 1E og 1F að þeim garði. Inngangar inn í sum húsin liggja einnig í gegnum garðinn.  Göngustígar inni í garðinum verða steyptir/hellulagðir/malbikaðir að mestu leyti með snjóbræðslukerfi. Aðgengi inn í garðinn verður eingöngu fyrir gangandi og hjólandi fólk. Garðurinn verður opinn. Sólin skín frá suðri beint inn í inngarðinn á milli húsanna enda markmiðið að skapa skemmtilegan sælureit og leikaðstöðu. Gróður verður í garðinum og upp við íbúðir á jarðhæð sem snúa inn í garðinn. Sérafnotaréttur íbúða á jarðhæð er málsettur og afmarkaður með eins meters háum timburskjólveggjum. Frágangur á útjaðri lóðar verður vandaður og mun tengjast gangstéttum í kringum lóðina til að gera flæði fólks ofanjarðar og upp úr kjallara sem hentugast. Í allri hönnun er tekið tillit til fólks í hjólastólum eins og kröfur segja til um og í því samhengi verða t.d. átta lyftur í þeim fjórum húsum sem verða byggð á lóðarhluta I. Einnig verða fimm hjólastólastæði í bílakjallara með aðgengi upp á hæðir ofanjarðar. Nánari upplýsingar má finna í skilalýsingu seljanda á heimasíðu verkefnisins,  Söluvefur G1.  

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma: 844-6516 eða [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband