Söluauglýsing: 1286126

Blikanes 16

210 Garðabær

Verð

265.000.000

Stærð

376.6

Fermetraverð

703.664 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

192.350.000

Fasteignasala

Fasteignamarkaðurinn

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt, vel staðsett og mjög mikið endurnýjað 376,6 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum 40,6 fermetra flísalögðum bílskúr á 1.216,0 fermetra eignarlóð á eftirstóttum stað við Blikanes, á sunnanverðu Arnarnesinu.   Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2024 er kr. 192.350.000.-

Eignin skiptist meðal annars í 6 svefnherbergi, virkilega stórar og glæsilegar stofur, vandað og stórt eldhús, tvær nýendurnýjaðar snyrtingar og tvö nýendurnýjuð baðherbergi. 

Húsið hefur verið mjög mikið endurnýjað á sl. 4 árum.  M.a. eru allar neysluvatnslagnir nýjar og lagðar gólfhitalagnir í nánast allt húsið. Klóaklagnir undir húsi og út í brunn eru nýjar sem og rafmagnstafla hússins.   Eldhúsinnrétting og tæki nýendurnýjuð á vandaðan máta með náttúrusteini á borðum, vönduðum tækjum og innbyggðum tvöföldum ísskáp og vínkæli. Öll gólfefni hafa verið endurnýjuð sem og allar innihurðir.  Tvö nýinnréttuð baðherbergi með sturtum og tvær nýinnréttaðar snyrtingar.  


Lýsing eignar:
Forstofa,
parketlögð og með fataskápum með rennihurðum.
Gestasnyrting, flísalagt gólf  og hluti vegga, viðarklæddur veggur, vaskskápar og vegghengt wc. 
Hol, parketlagt. 
Eldhús, stórt og bjart með góðum gluggum, parketlagt. Virkilega fallegar og nýlegar svartbæsaðar innréttingar með graníti á borðum, tveimur blástursofnum, tveimur innbyggðum uppþvottavélum og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp.  Mjög stór eyja með góðum hirslum í, graníti á borði, áfastri borðaðstöðu, innbyggðum vínkæli og spahelluborð með hangandi háfi yfir.
Þvottaherbergi, með glugga, parketlagt og með innréttingu með stæðum fyrir vélar í vinnuhæð.
Geymsla/búr, innaf þvottaherbergi er parketlögð.
Borðstofa, parketlögð, stór og björt með útgengi um stóra nýja rennihurð á hellulagða verönd á baklóð hússins.
Herbergi / skrifstofa, innaf borðstofu er rúmgott og parketlagt.
Arinstofa, parketlögð og rúmgóð, opin við borðstofu og með fallegum arni með arinhillu.
Setustofa, gengið tvö þrep niður úr arinstofu en opið á milli. Stofan er mjög stór, parketlögð og björt með miklum gluggum til suðurs með sólstopp-gleri í. Aukin lofthæð, fallegur viðarklæddur veggur og útgengi um nýja hurð á nýja, stóra og skjólsæla hellulagða verönd til suðurs með glerhandriðum á stálprófílum.  Af verönd er gengið niður á lóð.
Svefngangur, parketlagður.
Snyrting, flísalagt gólf og hluti veggja, viðarklæddur veggur, vaskskápar og vegghengt wc. 
Barnaherbergi I, parketlagt og stórt með fataskápum.
Barnaherbergi II, parketlagt.
Hjónasvíta, skiptist í herbergi, fataherbergi og baðherbergi.
Hjónaherbergið er stórt,
parket- og flísalagt og með viðarklæddu lofti og vegg sem gerir hljóðvist góða. Í herberginu er fallegt frístandandi baðkar og innrétting með spegli og vaski. Úr svefnherberginu er útgengi á stóra hellulagða verönd til suðurs þar sem upplagt væri að koma fyrir heitum potti.
Baðherbergi, innaf hjónaherbergi er flísalagt í gólf og veggi, vegghengt wc og flísalögð sturta með sturtugleri. 
Fataherbergi, er parketlagt og með góðum innréttingum.

Gengið er niður á neðri hæð hússins um mjög fallegan sérsmíðaðan viðarstiga með viðarhandriði af svefngangi á efri hæð.

Sjónvarpsstofa,
stór og parketlögð.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, vaskskápar, vegghengt wc og flísalögð sturta með sturtugleri.
Barnaherbergi III, mjög stórt, parketlagt og með fataskápum.
Barnaherbergi IV, mjög stórt, parketlagt og með fataskápum. 
Gangur, á milli sjónvarpsstofu og bílskúr, er parketlagður og mætti nýta sem vinnuaðstöðu.
Bílskúr, flísalagður og rúmgóður (40,6 fermetrar) með rafmótor á hurð, gluggum og rennandi heitu og köldu vatni. 
Geymsla, undir útitröppum er opin inn í bílskúrinn og þar er lagnagrind hússins og inntök í húsið.
Geymsla / gym, innaf bílskúr er með flotuðu gólfi og gólfhita auk loftræstingar.

Húsið að utan er nýlega múrað upp á nýtt og málað og lítur vel út. Skipt hefur verið um gler og glugga eins og þurft hefur og bætt við nýjum útgöngudyrum á lóð.  Tjörupappi er á þaki hússins og er hann í góðu ástandi. 

Lóðin er 1.216,0 fermetra eignarlóð, fullfrágengin og búið að grysja hana af miklum trjágróðri sem fyrir var.  Innkeyrslan er mjög stór, steypt og með ótgendum hitalögnum undir. Hiti er í stétt næst húsinu og í útitröppum sem nýlega eru uppgerðar.  Stór og ný hellulögð verönd til suðurs með handriði úr dökku gleri á stálprófílum.  Stór hellulögð verönd norðan við húsið, tyrfð framlóð og lágur trjágróður.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á skjólsælum og kyrrlátum stað á sunnanverðu Arnarnesi.  Stutt er út á aðalbraut.

Allar nánari upplýsingar um eignina veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband