Söluauglýsing: 1286026

Fossatunga 39

270 Mosfellsbær

Verð

109.000.000

Stærð

165.4

Fermetraverð

659.008 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

97.200.000

Fasteignasala

Fasteignasala Mosfellsbæjar

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 690-8040  - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 862-9416 **
  
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: 165,4 m2 einbýlishús á einni hæð við Fossatungu 39 í Mosfellsbæ. Um er að ræða sjarmerandi einbýlishús á frábærum stað í botnlanga og í nálægð við náttúruna. Glæsileg eign sem býr yfir fjölmörgum möguleikum. Lóðin er 617,3 m2 að stærð og hefur nýlega verið gengið fallega frá henni með nýjum grasþökum og malbikaðri innkeyrslu. Eignin er skráð 165,4 m2 og skiptist í tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, forstofu, eldhús, borðstofu og stofu, en auðvelt er að bæta við 1-2 svefnherbergjum.

Skv. eiganda hefur eignin fengið talsverðar endurbætur en húsið er nýuppgert að utan og klætt fallegu lerki, búið er að skipta um glugga og mála þak, setja nýjar niðurfallsrennur auk álklæðningar á þakkant. Nýr pallur er við húsið og nýtt bílaplan. Múr og mál ehf hefur séð um uppgerð á húsinu ásamt undirverktökum í pípulögn og raflögnum. Raflagnir eru einfaldar en nýútteknar og uppgerðar. Pípulagnir og baðherbergi er nýtt. Byggingarréttur fyrir bílskúr fylgir og gerir byggingarreitur ráð fyrir stækkun til vesturs en viðeigandi gjöld eru greidd af kaupanda þegar og ef slíkar framkvæmdir eru gerðar. 

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.

Nánari lýsing:
Forstofa er með fatahengi og flísum á gólfi.
Stofa og borðstofa er í stóru og björtu rými með plastparketi á gólfi. Auðvelt væri að bæta við svefnherbergjum inn af stofu. Úr stofu er gengið út í garð á tveimur stöðum.
Eldhús er með L-laga innréttingu og máluðu gólfi. Þörf er á endurbótum á eldhúsi.
Þvottahús er inn af eldhúsi stór innrétting og málað gólf.
Svefnherbergi nr. 1 er mjög rúmgott með plastparketi á gólfi.
Svefnherbergi nr.2 er mjög rúmgott með plastparketi á gólfi.
Baðherbergi er með salerni, skolvask og 'walk in' sturtu.
Geymsla er með flísum á gólfi. Úr geymslu er aðgengi upp á háaloft.

Verð kr. 109.000.000,-



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband