Söluauglýsing: 1285999

Geitastekkur 1

109 Reykjavík

Verð

189.000.000

Stærð

357.8

Fermetraverð

528.228 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

140.150.000

Fasteignasala

Hraunhamar Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 1 daga.

Nýrri auglýsingar

Nýrri auglýsingar á sömu eign sem eru enn í birtingu

Pnr.HeimilisfangÁsett verðStærðFermetraverðTegundDags.Mbl
189.000.000 kr.358 528.228 kr./m²04.07.2024

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hraunhamar kynnir glæsilegt tvílyft einbýlishús á þessum friðsæla stað í lokuðum botnlanga í Neðra breiðholti.  Frábær staðsetning rétt við Elliðadalinn. 
Húsið er 357,8 fermetrar og þar af er bílskúrinn 26,1 fermetrar.  Þetta er sérlega fallegt hús sem hefur verið mikið endurnýjað að utan sem innan undanfarin ár.  Eign í sérflokki. 

Seljendur skoða skipti á minni eign.

Skipting eignarinnar: Efri hæðin sem skráð 164,2 fermetrar.
 Forstofa, hol, gestasalerni, stofa, borðstofa, eldhús, baðherherbergi, 2 barnaherbergi (þrjú á teikningu). hjónaherbergi, baðherbergi og sólstofa. 
Neðri hæðin: Svefnherbergi, sjónvarpshol, geymsla, bílskúr og tveggja herbergja aukaíbúð með sérinngangi. Fínn geymsluskúr á lóðinni. 

Nánari lýsing eignarinnar:
Forstofa með nýlegum fataskápum.
Flísalagt gestasalerni. 
Rúmgott hol.
Sérlega rúmgott eldhús sem var allt endurnýjað 2022, Stór eyja og mikið skápapláss, vönduð eldunartæki frá Miele. 
Berglind Berndsen innanhúsarkitekt hannaði eldhúsið,
Við hlið eldhús er rúmgott þvottahús með þvottahúsinnréttingu, vélar settar í vinnuhæð, einnig eru góðir skápar í þvottahúsinu. 
Eldhúsið er sérsmiðað frá Við og við, Granítsteinn frá Granítsteinum. 
Stofu og borðstofan er sérlega rúmgóð og tengist vel við eldhúsið, rýmin eru björt og vel skipulögð.  
Innfelld led lýsing í öllu alrýminu. 
Úr holinu er gengið níður í sólstofuna sem 35,9 fermetrar og er glæsileg, hún byggð við húsið 2013. þar heitur pottur og rennihurð út á suð-vestur verönd. Hiti í gólfi og halogenlýsing í sólstofunni.

Herbergisgangur:
Þar eru í dag þrjú svefnherbergi en skv. teikingu eru fjögur svefnherbergi þar. 
Tvö fín barnaherbergi með fataskápum. 
Hjónahergi með fataskápum. 
Baðherbergið flísalagt í hólf og gólf. rúmgóð walk-in sturta með innbyggðum tækjum, handklæðaofn og hiti í gólfi, 

Neðri hæðin sem er skráð 157,7 fermetrar með bílskúr. 
Steyptur stigi milli hæða. 
Þar er sérlega rúmgott svefnherbergi.
Sjónvarpshol.
Innaf sjónvarpsholinu er rúmgóð geymsla. 
Innangengt í bílskúrinn á neðri hæðinni. hann er með epoxý á gólfum, heitt og kalt vatn þar og rafdrifin bílskúrsopnari. 

Aukaíbúðin: Hún er á neðri hæðinni og er með sérinngangi  og er itveggja herbergja íbúð með sérinngangi. þar er smekklegt eldhús, baðherbergi flísalagt með sturtuklefa, innréttingu og þvottaaðstöðu. 
Fínt alrými og svefnherbergi. 

Ytra umhverfið. Lóðin er falleg og vel viðhaldið með verönd með skjólgirðingu, grasflöt og trjágróðri, matjurtargarður, Fínn geymsluskúr cirka 9 fermetrar. Hellulagt bílaplan með hitalögn. 

Þetta er glæsilegt hús á þessum friðsæla stað í nálægð við náttúruna.  Húsið hefur fengið reglulegt og gott viðhald og liggur fyrir minnislisti seljanda sem hægt er að nálgast hjá fasteignasala. 
Vönduð eign sem vert er að skoða. 


Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali í s.698-2603, [email protected]

Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. Þjónustusamningi
 
Hraunhamar er ein af elstu fasteignasölum landsins, stofnuð 1983 og fagnar því 41 ára afmæli á árinu 2024.
Hraunhamar í farabroddi í 41 ár! – Hraunhamar.is



 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband