Söluauglýsing: 1285428

Vesturgata 42

230 Reykjanesbær

Verð

82.900.000

Stærð

174.3

Fermetraverð

475.617 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

66.700.000

Fasteignasala

Allt

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Vesturgata 42, 230 Reykjanesbær, birt stærð 174.3 fm.

Um er að ræða skemmtilega skipulagt einbýlishús byggt 1958 í Heiðarskólahverfinu sem býður upp á flotta möguleika.

Eignin skiptist í tvær hæðir og bílskúr. Komið inn á jarðhæð, þar er forstofa, borðstofa og innangengt eldhús, gengið upp hálfa hæð í stofurými. Herbergja gangur með þremur svefnherbergjum ásamt baðherbergi. Á neðri hæð er rúmgott herbergi og inntaksrými / geymsla ásamt þvottahúsi með sturtu og salerni. Bílskúr er svo sambyggður eigninni.

*** Eign sem hefur gott skipulag
*** Vel um gengið hús
*** Skólp í plasti
*** Stutt í verslun

Nánari upplýsingar veita 
Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501 tölvupóstur [email protected]
Sigurjón Rúnarsson Aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 771-9820, tölvupóstur [email protected].
 

Nánari lýsing eignar:
Efrihæð
Forstofa
með flísum og fatahengi, gengið inn í íbúðarhluta annarsvegar og svo á neðrihæð hinsvegar.
Borðstofa og gangur  með flísum á gólfi
Eldhús: með eldri vel um gengni innréttingu ásamt korkflísum á gólfi.
Stofa: Gengið upp hálfa hæð frá borðstofu, teppi á gólfi, gott gluggarými á tveimur útveggjum.
Herbergjagangur parketlagður með þremur svefnherbergjum
Baðherbergi á herbergjagangi, flísalagðir veggir og gólf, innrétting, baðkar og salerni.

Nerðihæð skiptist í:
Gengið niður lakkaðan stiga frá forstofu
Inntaksrými / geymsla
Herbergi parketlagt með tveimur gluggum.
Þvottahús er rúmmgott, lakkað gólf og flísar á vegg, skolvaskar tveir, salerni og sturtuklefi. Útgengni út á baklóð.
Bílskúr er hlaðinn, og byggður árið 1966. Eftir er að standsetja bílskúr, sbr einangra og setja gólf og lagnir í hann.

Umhverfi eignar er gróið, steyptar stéttar.
Eign með frábæru skipulagi og býður upp á fullt af möguleikum. Eignin hefur verið vel við haldið alla tíð.
 
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 59.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband