Söluauglýsing: 1285237

Karlsrauðatorg 10

620 Dalvík

Verð

87.900.000

Stærð

292.5

Fermetraverð

300.513 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

64.050.000
hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Karlsrauðatorg 10 - Vel skipulagt 5 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr og 2ja herbergja íbúð á neðri hæð með sér inngangi á Dalvík - stærð 292,5 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Neðri hæð,
forstofa, þvottahús, geymsla, bakinngangur, bílskúr og 2ja herbergja íbúð með sér inngangi.
Efri hæð, hol, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og stofa og borðstofa í opnu rými.

Forstofa er með flísum á gólfi og tvöföldum skáp. Harð parket er á stiga upp á efri hæð. Af stigapalli er gengið inn í þvottahús og bílskúr.
Eldhús nýlegt harð parket gólfi og falleg viðarlituð innrétting með dökkri bekkplötu. Uppþvottavél er innfelld í innréttingu og fylgir með við sölu. Mjög gott skápa- og bekkjarpláss. Hiti er í gólfi. 
Hol og gangur eru með nýlegu harð parketi á gólfi og hurð til suðurs út á steyptar suður svalir. Nýlegt handrið er á svölum. Nýlegur fellistigi er upp á loft sem er yfir hluta eignar. 
Stofa og borðstofa eru í opnu rými þar sem loft eru tekin upp og gluggar til þriggja átta. Nýlegt harð parket er á gólfi og hurð til vesturs út á litlar steyptar svalir. 
Svefnherbergin eru þrjú á hæðinni, öll rúmgóð, með nýlegu harð parketi á gólfi og nýlegum fataskápum.  
Baðherbergi er með flísum á gólfi og gráum þiljum á veggjum, upphengdu wc, baðkari, sturtu, nýlegri hvítri innréttingu og opnanlegum glugga. Lagnir að blöndunartækjum hafa verið endurnýjaðar. 
Þvottahús/bakinngangur er með lökkuðu gólfi, opnanlegum glugga og hurð út á baklóð. Úr þvottahúsi er gengið inn í geymslu, bílskúr. Einnig er innangengt í íbúð á neðri hæð. 
Geymsla er með lökkuðu gólfi, hillum og opnanlegum glugga. 
Bílskúr er skv teikningu 35,5 m² að stærð, með lökkuðu gólfi, nýlegri rafdrifinni innkeyrsluhurð og vinnuborði. Hleðslustöð fyrir bíl er uppsett og fylgir með við sölu eignar. Fyrir framan er steypt bílaplan með hitalögnum í, kynnt með affalli af íbúðarhúsi. 

Íbúð á neðri hæð er með sér inngangi á framhlið hússins og skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, baðherbergi og svefnherbergi. 
Nýlegt harð parket er á öllum rýmum íbúðar fyrir utan forstofu og baðherbergi, þar eru flísar. Innréttingar í eldhús og á baðherbergi hafa verið endurnýjaðar. 
Forstofa er með flísum á gólfi. Úr forstofu er gengið inn á hol með ljósu harð parketi á gólfi. 
Eldhús er ágætlega rúmgott, með nýlegri innréttingu, hvítir neðri skápar og dökkir efri og harð parket á gólfi.  
Stofa er með harð parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta. 
Svefnherbergi er með harð parketi á gólfi og nýlegum þreföldum fataskáp.  
Baðherbergi er með flísum á gólfi og máluðum dúk á veggjum, nýlegri dökkri innréttingu, wc, sturtuklefa og opnanlegum glugga.

Annað
- Á árunum 2022 - 2023 voru þónokkrar endurbætur unnar á eigninni. Á efri hæðinni var lagt nýtt harð parket, nýjar hvítar innihurðar, nýjir fataskápar, nýtt eldhús, ný innrétting á baðherbergi og veggir klæddir með þiljum, ný loftaklæðning í hluta. Þá voru endurnýjaðar lagnir að blöndunartækjum á efri hæð bæði í eldhúsi og á baðherbergi, rafmagnstafla yfirfarin og sett ný öryggi o.fl. Í íbúð á neðri hæð var lagt nýtt harð parket, ný eldhús- og baðinnrétting og nýr fataskápur. 
- Gler hefur verið endurnýjað í öllum gluggum fyrir utan í bílskúr, ný bílskúrshurð og nýtt kaldavatnsinntak.
- Hitaþræðir eru í þakrennum. 
- Búið er að endurnýja rafmagnsinntak.
- Húsið var málað að utan á árunum 2022 - 2023
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
- Eignin er í einkasölu

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband