Söluauglýsing: 1284805

Rökkvatjörn 4 - íbúð 0302

113 Reykjavík

Verð

51.943.359

Stærð

64.2

Fermetraverð

809.087 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

-
hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Rökkvatjörn 2-4 ogSkyggnisbraut 17 eru byggð sem hluti af verkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði ætlað fyrstu kaupendum og kaupendum undir 40 ára. Um eignirnar gilda ákveðnir skilmálar og kvaðir er varða verðlagningu sem og endursölu. Í boði eru 26 2ja herbergja íbúðir, 20 3ja herbergja og 6 4ra herbergja. Í húsinu er bílakjallari og fylgir stæði í bílakjallara með 33 íbúðum.

Húsin eru í Svansvottunarferli þar sem áhersla er lögð á vistvænni byggingarefni. Húsin eru hvert með miðlægu loftræstikerfi sem tryggir betri loftræstingu og orkunýtingu.

Íbúð 02-0302 er tveggja herbergja íbúð, skráð 64,2 fm., þar af er geymsla 4,1 fm. Henni fylgir stæði í bílageymslu.
Lýsing íbúða;
Íbúðirnar afhendast fullfrágengnar með vönduðu harðparket gólfefni (QuickStep) og innréttingum frá Egger.
Baðherbergi er flísalagt með skáp undir handlaug, salerni og sturtuaðstöðu.
Í eldhúsi er innrétting með spanhelluborði ásamt gufugleypi - tæki frá Rafha, sjá nánar í byggingarlýsingu.
Fataskápur/ar eru hjónaherbergi.
Nánari lýsing á efnisvali og tækjum er að finna í byggingarlýsingu fyrir húsið á vef byggingaraðilans  www.urdarsel.is
Teikningar fyrir allt húsið er að finna hér www.urdarsel.is
Ítarlegri upplýsingar er að finna á vef byggingaraðilans www.urdarsel.is 
Skjalagerð vegna kaupa annast Sunna fasteignasala ehf.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband