Söluauglýsing: 1284769

Búðasíða 5

603 Akureyri

Verð

114.900.000

Stærð

190.4

Fermetraverð

603.466 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

96.200.000
hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Búðasíða 5 - Virkilega vandað og mikið endurnýjað 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með sambyggðum bílskúr við rólega botnlangagötu í Síðuhverfi. Heildarstærð er 190,4 m² og þar af er bílskúr skráður 39,1 m².

** Eignin var mikið endurnýjuð árið 2000 en þá voru m.a. settar veglegar sérsmíðaðar mahony innréttingar og skápar frá Hyrnu og granít á eldhúsbekki og eldhúsgólf **

Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, eldhús og borðstofu í opnu rými, stofu, sjónvarpshol, baðherbergi, 4 svefnherbergi, þvottahús, búr og bílskúr. 

Nánari lýsing:
Forstofa:
er rúmgóð með góðu skápaplássi og flísum á gólfi.
Snyrting: er inn af forstofu. Þar eru flísar á gólfi og veggjum og hvít sprautulökkuð innrétting. 
Eldhús og borðstofa: eru í opnu rými. Sérsmíðuð innrétting úr mahony með granítstein á bekkjum og á milli skápa. Í innréttingu eru bakaraofn og combi ofn í vinnuhæð, innbyggður ísskápur og uppþvottavél sem fylgja með. Mjög gott skápa- og bekkjapláss í eldhúsi. Granítflísar eru á gólfi og í borðstofunni er pláss fyrir stórt borðstofuborð. 
Stofa: úr borðstofu er fengið niður í stofuna sem er björt og rúmgóð og með aukinni lofthæð. Parket er á gólfi, vönduð kamína í einu horni og innbyggð hillu- og skápasamstæða.
Sjónvarpshol: er með parketi á gólfi og innbyggðri skápasamstæðu sem gerir ráð fyrir sjónvarpi. Úr sjónvarpsholinu er gengið út á timburverönd með steyptum skjólveggjum sem snýr til suðvesturs.
Baðherbergi: var endurnýjað fyrir um 7 árum. Þar eru granítflísar á veggjum og gólfi, walk in sturta og upphengt wc. Hvítar sprautulakkaðar innréttingar. Gólfhiti er á baðherbergi og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergi: eru samtals fjögur, þrjú þeirra eru inn á svefnherbergjagangi en eitt er inn af bílskúrnum og er í dag skráð sem geymsla. Herberginu eru öll með parketi á gólfum og fataskápum. Tvö af barnaherbergjunum eru með innréttingum og nýtist annað þeirra í dag sem skrifstofa og hitt sem sjónvarpsherbergi. 
Þvottahús: er á milli eldhúss og bílskúrs. Þar eru flísar á gólfi og góð innrétting með skápum og skúffum. Stæði er fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð í innréttingu. Úr þvottahúsinu er gengið út á steypta verönd en þar er heitur pottur og útisturta
Búr: þar ljós innrétting með innbyggðu grilli og djúpsteikingarpotti. Flísar á gólfi og hillur á veggjum. 
Bílskúr: er með flísum á gólfi og innréttingum á veggjum með góðu skápa- og vinnuplássi. Vaskur er í innréttingu og stæði fyrir tvöfaldan ísskáp. Endurnýjuð rafdrifin innkeyrsluhurð og sér inngönguhurð. 
Geymsluloft er yfir bílskúrnum.

Annað:
- Þak og þakrennur voru endurnýjuð 2010
- Heitur pottur og útisturta
- Skipt hefur verið um gler eftir þörfum og er þrefalt gler í einhverjum gluggum. 
- Steypt tvöfalt bílaplan fyrir framan hús. 
- Tvær verandir
- Möguleiki er að kaupa hluta af innbúi með

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband