Söluauglýsing: 1284568

Skaftahlíð 33

105 Reykjavík

Verð

104.900.000

Stærð

145.1

Fermetraverð

722.950 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

91.100.000

Fasteignasala

Trausti

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Rúmgóð og falleg 5 herbergja hæð auk bílskúrs í fjórbýlishúsi á frábærum og rólegum stað með suður svölum í botnlangagötu við Skaftahlíð.  Nýlegt parket er á allri hæðinni og nýlegar flísar á baðherbergisgólfi. Eignin er laus við kaupsamning. 
 
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 145,1 fm. þar af bílskúr 32 fm. og tvennar geymslur 6 fm. og 1,4 fm.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2025 verður 92.400.000kr.

Nánari lýsing:

Gengið er inn um sameiginlegan inngang með íbúð í risi.
Hol/gangur með innbyggðum skáp og parket á gólfi. 
Stofa mjög rúmgóð með parketi á gólfi. Áður voru tvennar stofur og búið er að loka á milli en auðvelt að opna aftur og parket er undir vegg. 
Herbergi mjög rúmgott með parketi á gólfi. Útgengt er út á suður svalir úr herberginu.
Eldhús með snyrtilegri hvítri innréttingu, ný borðplata, rúmgóður borðkrókur, tengi fyrir uppþvottavél og parket á gólfi. 
Hjónaherbergi með góðu skápapássi og parket á gólfi.
Herbergi með parketi á gólfi.
Forstofuherbergi er innangengt frá stigagangi, skápur og parket á gólfi. Mögulegt væri að opna frá herberginu yfir í borðstofu.
Baðherbergi með baðkari, gluggi, skápur, veggir flísalagðir að mestu og nýlegar flísar á gólfi.
Geymsla 1 merkt 002 6,0 fm.
Geymsla 2 merkt 007 1,4 fm.
Bílskúr er næst húsinu með inngang á bakhlið hússins, bílskúrhurðaopnari, rafmagn og bílastæði fyrir framan hann. Búið er að leggja lagnir fyrir heitt og kalt vatn að bílskúr.

Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi er í kjallara hússins.
Sameign er snyrtileg og garður í góðri rækt í kringum húsið.

Endurbætur síðustu ára
Nýlega var plan fyrir framan bílskúra endurnýjað, einnig hellulögn til hliðar við húsið. 
Nýlega voru gluggar málaðir að innan.
Klóak og drenlagnir hafa verið endurnýjaðar.
Þak var yfirfarið og málað.
Kvoðufyllt í sprungu á vestur gafl hússins og verður klárað að ganga frá því í sumar. 

Þetta er frábærlega vel staðsett eign í botnlagagötu þar sem að öll helsta þjónusta er við hendina. 

Allar nánari upplýsingar veita Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 8995949 eða á netfanginu [email protected] 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband