Söluauglýsing: 1284530

Setberg 7

815 Þorlákshöfn

Verð

Tilboð

Stærð

206.5

Fermetraverð

-

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

80.650.000

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan TORG kynnir í sölu: Fallegt, 206,5 fm einbýlishús, með bílskúr, í fjölskylduvænu hverfi í Þorlákshöfn. Húsið skiptist í anddyri, eldhús, stofu, sjónvarpshol,  þrjú til fjögur svefnherbergi, baðherberg og gestasalerni, þvottahús og bílskúr sem er innangengt í úr húsi. Tveir inngangar eru á húsi. Stór sólpallur með heitum potti.  Búið er að endurnýja húsið mikið í gegnum tíðina.
Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða [email protected]

Nánari lýsing:

Komið er inn í bjart anddyri með fatahengi og steinflísum á gólfi.
Eldhús er opið og bjart, með góðu skápaplássi og vinnueyju með stein. Eldavél og vaskur eru í vinnueyju, ofn í vinnuhæð og gufugleypir yfir eldavél. Pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Eikar plankaparket á veggjum og steinflísar á gólfi. Úr eldhúsi er gengið út á stóran pall með heitum potti og fallegan, gróinn garð.
Stofa er björt og opin, með stórum gluggum til suðvesturs. Auka inngangur er úr stofurými. Eikar plankaparket og steinflísar á gólfi.
Sjónvarpshol liggur á milli stofu og eldhúss, gengið er eina og hálfa tröppu niður í eldhús. Steinflísar á gólfi.
Hjónaherbergi er einstaklega rúmgott og með góðu skápaplássi. Harðparket á gólfi.
það var áður tvö herbergi og auðvelt er að breyta því aftur.
Tvö barnaherbergi, bæði með skápum. Harðparket á gólfum.
Baðherbergi er með hvítri, nettri einingu undir vask, innbyggðum klósettkassa, baðkari og sturtu. Steinflísar á gólfi og falleg sjónsteypuáferð á veggjum. Opnanleg fög á tveimur veggjum þannig að auðvelt er að lofta í gegn.
Gestasalerni með nettri, svartri innréttingu undir svörtum vask og innbyggðum klósettkassa. Handklæðaofn á vegg og steinflísar á gólfi.
Vel búið þvottahús með koxgráum innréttingum, vask og vinnuborði. Pláss er í innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Steinflísar á gólfi.
Innangengt er úr húsi í bílskúr með geymslukjallara undir og gryfju.

Að sögn seljenda hefur húsið fengið mikið viðhald í gegnum tíðina og eftirfarandi verið gert:
Skipt um alla glugga nema stofuglugga 2007
Gert við múr á ytra byrði 2008
Skipt um hitaveitu- og neysluvatnslagnir 2018
Frárennslislagnir (klóak) myndað 2014
Skipt um þak og rennur 2018
Hús klætt 2019

Frábært tækifæri til að eignast fallegt einbýlishús á frábærum stað með mikilli uppbyggingu, þar sem er stutt í náttúruna. Stutt er í leik- og grunnskóla, útivist og alla helstu þjónustu, verslun og veitingastaði.


Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
 
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband