Söluauglýsing: 1284276

Svölutjörn 37

260 Reykjanesbær

Verð

71.500.000

Stærð

123.4

Fermetraverð

579.417 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

57.150.000

Fasteignasala

Allt

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:
Svölutjörn 37, virkilega hugguleg og rúmgóð íbúð á efri hæð með sér inngangi í Innri Njarðvík.  Byggingarár 2008. Birt stærð 123 fm.  Baðherbergi var allt endurnýjað í maí 2020 og í eldhúsi er einnig nýleg fljótandi eyja. 
Fjögur svefnherbergi eru í eigninni. Svæðið fyrir framan húsið er grænt svæði.

Nánari lýsing:
Falleg íbúð á efri hæð með sér inngangi. Gengið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp. Þaðan er gengið inn í stórt og rúmgott þvottahús. Þar er hvít innrétting sem rúmar vel þvottavél og þurrkara. Úr forstofu er gengið inní eitt af svefnherbergjunum. Þar er parket á gólfi og þar er aðgengi upp í geymsluloft. Hjónaherbergið er einstaklega stórt og þar er einnig stór og góður fataskápur. Svefnherbergi 3 og 4 hafa einnig fataskáp, annað þeirra er mjög stórt. Baðherbergið var allt tekið í gegn í maí 2020. Ljósar parket flísar eru í hólf og gólf, baðkar með sturtu, handklæðaofn og góð innrétting. Í eldhúsi er hvít eldhúsinnrétting með bakarofni og helluborði og fjótandi eyju. Borðplötur eru gráar. Gráar flísar eru í allri eigninni en parket í herbergjum. Gólfhiti er í allri eigninni.

Forstofa með gráum flísum á gólfi og fataskáp.
Þvottahús/geymsla Þvottahúsið er mjög rúmgott með góða innréttingu sem rúmar vel þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi
Eldhús: Falleg hvít innrétting með grárri borðplötu. Nýleg hvít eyja. 
Stofa Opið er á milli stofu og eldhús. 
Svefnherbergi mjög stórt er með parket á gólfi og stórum fataskáp.
Barnaherbergi eru þrjú, parket á gólfi og fataskápur í tveim. Öll eru þau mjög rúmgóð en eitt þó sérstakelga stórt.
Baðherbergi  Allt tekið í gegn maí 2020. Mjög fallegt og stílhreint. Handklæðaofn og flísar í hólf og gólf. Baðkar með sturtu.
Garður og lóð Sameiginlega lóð fylgir eigninni og grænt svæði er fyrir aftan eignina.
Svalir, þar var settur pallur og skjólveggir árið 2022
Hleðslustöð með 3 fasa rafmagni var sett upp á milli einkastæða íbúðarinnar árið 2022. 

Með eigninni fylgja tvö sérmerkt bílastæði með hleðslustöð á milli stæðanna og rúmgóð geymsla er í sameign.
Stutt er í leikskóla og skóla, verslun og sjoppu.

Allar nánari upplýsingar veita:

Páll Þorbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Netfang [email protected]

Helgi Bjartur Þorvarðarson
Nemi til löggildingar / lögfræðingur
Síma 770-2023
Netfang [email protected]
 
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 59.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband