Söluauglýsing: 1284262

Ásvegur 27 neðrihæð

600 Akureyri

Verð

71.900.000

Stærð

175.2

Fermetraverð

410.388 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

61.500.000

Fasteignasala

Kasafasteignir fasteignasala

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Kasa fasteignir - 461-2010

Ásvegur 27 neðri hæð. Vel skipulögð 175,2 fm 4 herbergja neðri hæð með sér inngangi á vinsælum stað á Brekkunni.
 
Eignin skiptist í hæð sem telur 128,8 fm: Forstofa, hol, eldhús, búr, stofa, gangur, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og tvær geymslur.
Einnig er Kjallari skráður 44,0 fm sem nýtist sem geymsla. Gluggi er á kjallaranum.


Forstofa er með flísum á gólfi og hvítum skáp. Hurð er inn í skápnum inn í kalda geymslu sem er undir stigapalli. 
Eldhús, vönduð spónlögð og sprautulökkuð innrétting með flísum á milli skápa og viðar bekkplötu. Siemens helluborð og Whirlpool ofn. Góður borðkrókur og flísar á gólfi. Inn af eldhúsinu er búr.
Stofa og hol eru með dökku parketi á gólfi og í stofu er stór vestur gluggi og hurð út á nýlega timbur verönd. Svalahurð er nýleg.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með dökku parketi á gólfi, tvö herbergjanna eru með fataskápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, spónlagðri og sprautulakkaðri innréttingu, salerni, handklæðaofni, sturtu og opnanlegum glugga. Búið er að koma fyrir innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara á baði. Innfelld lýsing er í lofti.
Geymslurnar eru tvær á hæðinni, önnur köld og hin er við hliðina á eldhúsi, þar er hleri í gólfinu og stigi niður í kjallara.
Þvottahús er með flísum á gólfi. Rýmið er í dag nýtt sem 4 svefnherbergið en allar lagnir eru til staðar til að breyta því aftur í Þvottahús.
Kjallarinn er skráður 44 fm að stærð og skiptist í tvær geymslur. Lofthæð er um 2 metrar. Dæla er í gólfinu sem dælir jarðvatni sem kemur inn í miklum leysingum. Hitaveitugrindur fyrir báðar íbúðirnar í húsinu eru staðsettar í kjallaranum. 

Annað
- Timbur verönd og áfastur geymsluskúr er á baklóðinni.
- Heitur pottur er á verönd. Hitaveitupottur.
- Affall frá íbúð rennur í gegnum gólflagnir sem eru í forstofu, eldhúsi og á baðherbergi. 
- Rafmagnstafla hefur verið endurnýjuð.
- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Varmaskiptir er á neysluvatninu.
- Búið að endurnýja flestar ofnalagnir.
- Eignin er í einkasölu

Nánari upplýsingar veita:
Helgi Steinar á [email protected] eða í síma 666-0999.
Sigurpáll á [email protected] eða í síma 696-1006.
Sibba á [email protected] eða í síma 864-0054.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband