Söluauglýsing: 1284247

Oddeyrargata 16 neðri hæð

600 Akureyri

Verð

49.900.000

Stærð

92.9

Fermetraverð

537.137 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

39.450.000
hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Oddeyrargata 16 neðri hæð - Falleg og vel staðsett 3ja herbergja neðri hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi miðsvæðis á Akureyri - Stærð 92,9 m².

Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Forstofa, eldhús, stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þrjár geymslur í kjallara og sameiginlegt þvottahús.

Forstofa er með flísum og góðum fataskáp.
Eldhús er með sérsmíðaðri ljósri innréttingu frá Tak með dökkum flísum á milli skápa og ágætis borðkrók. Úr eldhúsi er útgengt á verönd. 
Stofa er björt enda með gluggum til tveggja átta, parket er á gólfi.
Svefnherbergin eru tvö, er annað mjög rúmgott, bæði eru með fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi er með ljósri innréttingu, wc og sturtuklefa. 
Geymslur eru þrjár, allar eru í kjallara og er ein með glugga og hefur ein verið notuð sem svefnherbergi.
Þvottahús er í kjallara og er það sameiginlegt með efri hæð. Útgengt er frá þvottahúsi út í garð.

Annað:
- Garðinum hefur verið skipt upp og á neðri hæð sérafnotareit sem hefur verið hellulagður sem og reist potthús, þar sem er hitaveitupottur og kalt kar í dag. Einnig er afar rúmgóð timburverönd sunnan við hús.
- Sérbílastæði er þá einnig sunnan við hús.  
- Geymsluskúr á lóð er í sameign með efri hæð. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband