Söluauglýsing: 1284200

Suðurbraut 5

200 Kópavogur

Verð

59.900.000

Stærð

79

Fermetraverð

758.228 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

62.150.000

Fasteignasala

Landmark

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

****  Frábær staðsetning   Laus við kaupsamning  ****

LANDMARK fasteignamiðlun ehf. kynnir í einkasölu: 

Rúmgóða og bjarta 3 herberja hæð í tvíbýli við Suðurbraut 5 í Vesturbæ Kópavogs. Sérinngangur er í íbúð. Garðurinn er gróinn og er honum eignaskipt milli íbúða samkvæmt samkomulagi. Heildarflatamál íbúðar er 79,0 fm samkvæmt skráningu í þjóðskrá. Hluti Íbúðar er undir súð er því gólfflötur íbúðar stærri en uppgefinn fermetrafjöldi. Einnig er risherbergi utan fermetrafjölda íbúðar þar sem það er ekki að fullu manngengt. Eignin er klædd að utan með bárujárni og stenað að hluta bakatil. Skipt var um járn á þaki 2014. Búið er að draga í nýtt rafmagn, skipta um gler í flestum gluggum, skólp og dren var endurnýjað 2001. Frábær staðsetning í Vesturbæ Kópavogs. Göngufæri í sundlaug og íþróttaaðstöðu, stutt í skóla og leikskóla og alla helstu þjónustu.  Sveinn Eyland Lögg. fasteignasali

Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða [email protected]
Sveinn Eyland Lögg. fasteignasali


Nánari lýsing eignar:
Sérinngangur.
Forstofa: Rúmgott með flísum á gólfi, fatahengi, steyptur stigi frá forstofu upp í íbúð
Hjónaherbergi: Rúmgott með plastparketl á gólfi,  gott skápaspláss.
Svefnherbergi: Plastparketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi, baðkar með sturtuaðstöðu.
Eldhús: Plastparketi á gólfi, hvítri nýlegri eldhúsinnréttingu.Tengi er fyrir uppþvottavél, þvottavél og þurkara. Rúmgóður borðkrókur.
Hol: Parketlagt með viðarstiga upp á risloft.
Risloft: Viðarfjalir á gólfi, ekki að fullu manngengt, þakgluggar. Rafmagnskynding.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband