Söluauglýsing: 1284178

Ásgarður 40

108 Reykjavík

Verð

109.000.000

Stærð

161.8

Fermetraverð

673.671 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

90.500.000
hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hrafn Valdísarson löggiltur fasteignasali kynir endurnýjaða og snyrtilega 133,8 fermetra 4-5 herbergja eign á tveimur hæðum með sérinngangi á fallegum útsýnisstað við Ásgarð í Reykjavík auk 28,0 fermetra bílskúrs með gryfju undir.
Stærð eignarinnar er alls 161,8 fm og skiptist samkvæmt þjóðskrá íbúð 133,8 fm og 28 fm bílskúr.
Gott aðgengi er að húsinu og sér bílastæði fyrir framan bílskúr sem er við inngang í eignina.


Lýsing eignar
 

Neðri hæð: 
Gestasnyrting: með glugga, flotað gólf og flísalagðir veggir.
Eldhús: Endurnýjað 2019 með fallegri hvítri innréttingi og eldunareyju með borðaðstöðu. Ísskápur, frystir og uppþvottavél innfelld í innréttingu.
Borðstofa og setustofa: bjartar og rúmgóðar með útgengi á flísalagðar yfirbyggðar opnanlegar svalir til suðurs.  Frá svölum og stofu nýtur fallegs útsýnis, m.a. til Bláfjalla.
 
Efri hæð: 
Gengið er upp steyptan og kókosteppalagðan stiga á efri hæð.
Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með góðum fataskápum. Úr hjónaherbergi er útgengi á yfirbyggðar opnanlegar svalir til suðurs þaðan sem nýtur mikils útsýnis. Skipt um gler 2019 í glugga.
Barnaherbergi I: parketlagt og með fataskápum. Úr barnaherbergi er útgengi á svalir.
Barnaherbergi II: Rúmgott, parketlagt og með fatakápum.  (Þetta herbergi er tvö herbergi á teikningum hússins).
Baðherbergi: með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting, vegghengt wc, handklæðaofn og stór flísalögð sturta með sturtugleri.
 
Af neðri hæð eignarinnar er innangengt í sameiginlegt og þvottaherbergi í kjallara (sameiginlegt með kjallaraíbúðinni).
Bílskúr: er með hita, rafmagni, rennandi vatni og gluggum. Undir bílskúr er gryfja.  Bílskúr var viðgerður og málaður að utan árið 2018.
 
Húsið að utan var múrviðgert og málað 2016. 
Gler og gluggar voru endurnýjaðir 2016.

 
Virkilega falleg og vel skipulögð eign í góðu húsi miðsvæðis í borginni þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband