Söluauglýsing: 1283684

Hagamelur 29

107 Reykjavík

Verð

134.900.000

Stærð

154.7

Fermetraverð

872.010 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

97.300.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 8 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:

Mikið endurnýjuð og falleg hæð með sér inngangi á 1. hæð með suður-svölum og flottum loftlistum. Virkilega smekkleg og vel skipulögð fimm herbergja ( þrjú svefnherbergi ) 154,7 fm. íbúð/hæð með sérinngangi við Hagamel 29, 107 Reykjavík, þar af er bílskúr 31,5 fm. 

Íbúðin, helstu framkvæmdir: 
Árið 2016/2017 var baðherbergi endurnýjað. Árin 2020-2022 voru allar innihurðir sprautulakkaðar, sett nýtt viðarparket á gólf og nýjar terrazzo flísar í forstofu. Eldhús endurnýjað, teiknað af Thelmu Guðmundsdóttur arkitekt hjá Arkís Arkítektum. Ikea invols í eldhúsi, frontar frá Haf Studio og Carrara marmari frá Figaro. Ljós leðurbekkur smíðaður af HBH byggir og GÁ húsgögnum. Gólfhiti settur í eldhús. Skipt var um alla tengla í alrými, flestir tenglar eru með svörtum gler fronti. Veggur var tekinn niður milli stofu og borðstofu og sett upp timbur rimlaskilrúm smíðað af HBH byggir. Þá var líka veggur tekinn niður milli eldhúss og gangs. 

Húsið í heild, helstu framkvæmdir:
Skipt var um rafmagnstöflu í sameign árið 2020, áður hafði verið skipt um rafmagnstöflu innan íbúðar, ártal óljóst. Frárennslislögn í bílskúr endurnýjuð árið 2022. Húsið múrviðgert og endursteinað árið 2018. Allir gluggar og gler íbúðarinnar voru endurnýjuð árið 2018. Svalahurð og útidyrahurð voru endurnýjaðar árið 2018. Þakjárn hússins var endurnýjað árið 2010. Þak yfirfarið og málað árið 2017. Frárennslislagnir hússins voru endurnýjaðar 2008

Smelltu á link til að skoða íbúð í 3-D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Nánari lýsing:

Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi. Inn af forstofu er eitt svefnherbergi  og aðgengi að sameign hússins. 
Hol / gangur tengir saman rými íbúðarinnar, parket á gólfi og flottir upprunalegir fataskápar og loftlistar sem voru látnir halda sér.  
Stofan er rúmgóð og björt með parket á gólfi og fallegum loftlistum. Útgengi þaðan út á flísalagðar svalir sem snúa í suður. Stofan er opin við borðstofu með rennihurðum þar á milli.
Borðstofa er að hluta til opin við stofu og inn í eldhús. Parket á gólfi, loftlistar, timbur/rimla skilrúm við eldhús.
Eldhúsið er L-laga með dökka innréttingu (Haf studio frontar), marmari á borði, gott skúffu-, vinnu- og skápapláss. Undirlímdur vaskur, Smeg spanhelluborð og innbyggð Miele uppþvottavél ásamt Smeg bökunarofn í vinnuhæð. Parket á gólfi og gólfhiti. Ljós leðurbekkur og sérsmíðað eldhúsborð með marmara. 
Svefnherbergi 1, er rúmgott hjónaherbergi með parket á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi 2 er rúmgott barnaherbergi með fataskápum og parket á gólfi (forstofu herbergi sem áður var minnst á)  
Svefnherbergi 3 rúmgott barnaherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og upp meðfram veggjum. Baðinnrétting er með handlaug og skúffum, speglaskápur þar fyrir ofan og skápur þar við hlið. Sturta með gler sturtuskilrúm. Handklæðaofn og upphengt salerni. 
Sér þvottahús innan íbúðar. Flísar á gólfi og skolvaskur. Tengi og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Borðplata og skápar þar fyrir ofan. 

Með íbúðinni fylgir 31,5 fm. bílskúr á baklóð hússins með heitt og kalt vatn ásamt rafdrifinni bílskúrshurð. Íbúðinni fylgir líka 4,4 fm. sérgeymsla í kjallara hússins.

Sameiginlegt þvottahús er í kjallara hússins og þaðan er útgengi út í bakgarð hússins, á baklóð hússins er líka sameiginlegur hjóla-og vagna geymsluskúr.

Frábær og eftirsótt staðsetning í Vesturbænum, stutt í skóla og leikskóla. Göngufæri við miðborgina og Háskóla Íslands. Sundlaug Vesturbæjar, Melabúðin og Íþróttasvæði KR í næsta nágrenni.

Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, [email protected] 

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband