Söluauglýsing: 1283425

Þórsstígur 30

805 Selfoss

Verð

117.000.000

Stærð

217.6

Fermetraverð

537.684 kr. / m²

Tegund

Sumarhús

Fasteignamat

67.850.000

Fasteignasala

Domusnova

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Einstaklega vandað og glæsilegt heilsárshús, á 9.000 fm gróinni eignarlóð, með einstakri staðsetningu og miklu útsýni í Grímsnesi.

Húsið er í dag með  aðal- og efrihæð samtals að stærð 122,2 fm, að hluta til undir súð á efri hæð og því eignin í raun stærri.

Í aðalrými eru fjögur mjög rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð forstofa, sjónvarpshol og stórt alrými með mikilli lofthæð.

Mjög stór verönd á þrjá vegu um húsið á aðalhæð, á jarðhæð einnig góð útisvæði, stór heitur rafmagnspottur og hitaveita kyndir hús ásamt neysluvatni.

Útsýnið úr stofu, eldhúsi og af verönd er í sérflokki.

Til viðbótar er jarðhæð sem er alls 94,5 fm að stærð, með fullbúnu baðherbergi en að öðru leiti opið rými sem á eftir að ákveða nýtingu á.

Getur auðveldlega nýst sem vinnuaðstaða, tómstundarrými og einnig er auðvelt að breyta þessu í íbúð eða aukið íbúðarrými.

Til staðar eru lagnir fyrir eldhúsi og auðvelt að útbúa tvö herbergi með gluggum.

Heildarstærð eignarinnar er því alls 217,6 fm birtir skv. fasteignaskrá hússins.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax!

Aðalhæð og efsta hæð:
  • 4 svefnherbergi (eitt á efri hæð, öll mjög rúmgóð).
  • 2 baðherbergi (bæði með sturtum, eitt á efri hæð, hitt á aðalhæð og er það með þvottavél).
  • Sjónvarpshol í risi (mjög rúmgott og eru geymsluskápar hagkvæmlega byggðir inn í rishlutann).
  • Eldhús, borðstofa og stofa í opnu rými með einstöku útsýni.
  • Mjög stór sólpallur er á þrjá vegu utan um aðalhæðina.
Jarðhæðin:
  • Nýtt baðherbergi með sturtu og vínilflísum frá Álfaborg.
  • Restin af húsnæðinu klárt til innréttingar.
  • Úti er lagnaherbergi með geymslu.
  • Undir pallinum er stór köld geymsla.
  • Pallar eru í kringum heitapottinn og göngustígar upp á aðalveröndina á tvo vegu.
Nánari útlistun:
  • Húsið er byggt á steyptum grunni og gólf aðalhæðar með steyptri plötu.
  • Gólf jarðhæðar er með steyptri plötu.
  • Á aðalhæðinni er nýtt fallegt parket frá Parka frá 2022.
  • Efri hæðin var öll nýinnréttuð 2022.
  • Gólfhiti er á allri aðalhæðinni.
  • Mahony gluggar eru í öllu húsinu.
  • Á neðri hæð er nýbúið að setja steinflísar utaná steypta veggi jarðhæðar.
  • Húsið hefur alltaf fengið topp viðhald og er til fyrirmyndar í alla staði.
  • Lóðin er mjög stór, 9.000 fm eignarlóð, mjög gróin og mikið útsýni.
  • Svæðið er með lokuðu hliði (símahlið).
  • Nýtt bundið slitlag er á aðalveginum frá hliði og inn í botn hverfis.
  • Sumarhúsfélag mjög vel stýrt og allt til fyrirmyndar.

Upplýsingar gefur: 
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband