Söluauglýsing: 1283388

Heiðargerði 30

108 Reykjavík

Verð

183.000.000

Stærð

248.1

Fermetraverð

737.606 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

133.200.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir mikið endurnýjað og vel skipulagt 248,1 m2 einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara við Heiðargerði 30 í 108 Reykjavík. Fallegur garður með fallegum gróðri og verönd með skjólveggjum ásamt heitum potti. Eigninni fylgir sérstæður bílskúr sem auðvelt væri að breyta í íbúðarrými. Íbúðarrými er 220,8 m2 ásamt 27,3 m2 bílskúr. Í risi eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi með sturtu og baðkari. Á neðri hæð er forstofa, stofa, borðstofa, sólstofa, eldhús, vinnuherbergi og gestasalerni. Í kjallara er sérinngangur þar sem eru tvö svefnherbergi, fataherbergi, geymsla, þvottahús með sturtu og gestasalerni.  Hellulögð upplýst innkeyrsla með snjóbræðslu ásamt þvi að garðurinn er hellulagður að hluta. Eignin verður einungis sýnd í einkasýningum.

Helstu endurbætur 2011-2012

* Heita og kaldavatnslagnir endurnýjaðar.
* Gólf flotuð og hitalagnir settar í flest gólf
* Nýjar innihurðar í allt húsið.
* Öll gólfefni endurnýjuð.
* Eldhúsinnrétting ásamt tækjum endurnýjuð.
* Baðherbergið endurnýjað
* Bæði gestasalernin endurnýjuð.
* Drenlagnir settar í kringum allt húsið.
* Skólplagnir úti endurnýjaðar.
* Nýjir gluggar á austurhlið á 1.hæð og rishæð
* Rafmagnstafla endurnýjuð og 3fasa rafmagn.
* Snjóbræða sett í bílaplan
* Húsið málað að utan
* Húsið allt málað að innan 2020
* Þvottahúsið endurnýjað 2022 
* Þakkantur endurnýjaður 2022


Nánari lýsing 1.hæð - gólfhiti í öllum rýmum fyrir utan sólstofu.
Forstofa / ho
l flísar á gólfi
Eldhús með fallegri Axis innréttingu með olíuborinni borðplötu, innbyggðri uppþvottavél, gert er ráð fyrir ísskáp og frysti í innréttingu, AEG span helluborð með viftu yfir, AEG ofn í vinnuhæð, flísalagt gólf
Borðstofa með flísalögðu gólfi.
Stofa með gegnheilu niðurlímdu parketi á gólfi, arinn í stofu. 
Sólstofa með flísalögðu gólfi og útgengi út í fallegan garð.
Gestasalerni með flísalögðu gólfi,  nett innrétting með vaski. 
Vinnuherbergi með flísalögðu gólfi.

Nánari lýsing rishæð. Hiti í gólfum fyrir utan svefnherbergi.
Komið er upp teppalagðan stiga í parketlagt hol.
Barnaherbergin eru tvö með gegnheilu parketi á gólfi.
Hjónaherbergi með gegnheilu parketi á gólfi og innbyggðum fataskáp.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, falleg innrétting með efri og neðri skápum, innbyggðar skúffur, baðkar og sturta.

Nánari lýsing kjallari með sérinngangi. Gólfhiti í öllum rýmum fyrir utan geymslu, þvottahús og fataherbergi.
Svefnherbergi með flísalögðu gólfi og öðru svefnherbergi innaf þvi með flísalögðu gólfi.
Fataherbergið er flísalagt með góðum sérsmíðuðum hirslum á tvo vegu.
Þvottahúsið er mjög rúmgott með miklum innréttingum á tvo vegu þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Flísalögð sturta. Gluggar opnanlegir á tvo vegu.
Gestasalerni með flísalögðu gólfi, nett innrétting með vaski.
Stórt herbergi/geymsla, með flísalögðu gólfi, notað í dag sem gestaherbergi, opnanlegir gluggar.

Bílskúr: gengið er inn í bílskúr úr garðinum, aðaldyr vestanmegin,  vatn, rafmagn og hiti.
Rafbílahleðslustöð.
Gróinn garður með fallegum gróðri, afgirt með runnum og skjólveggjum ásamt heitum potti og hellulögn.
Köld geymsla undir stiga.


Allar uppplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða [email protected] 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband