21.06.2024 1283154

Söluskrá FastansSuðurgata 33

101 Reykjavík

hero

40 myndir

164.900.000

1.047.649 kr. / m²

21.06.2024 - 21 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 12.07.2024

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

157.4

Fermetrar

Fasteignasala

Heimili Fasteignasala

[email protected]
530-6500
Sólskáli
Gólfhiti
Svalir
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Heimili fasteignasala, s: 530-6500, kynnir til sölu Suðurgötu 33: fallegt parhús byggt árið 1984 með sérbílastæði og viðhaldslitlum bakgarði á eftirsóttum stað í 101 Reykjavík. Eignin var hönnuð af arkitektunum Sigurði Björgúlfssyni og Richard Ólafi Briem og er 157,4 fm steinhús á pöllum sem skiptist í anddyri, borðstofu, eldhús, setustofu, sjónvarpsstofu, geymslu, tvö baðherbergi og þrjú svefnherbergi auk fallegs garðs á bak við hús. Falleg eign á eftirsóknarverðum stað!

Nánari upplýsingar um eignina veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., [email protected]


Nánari lýsing: 
Anddyri: fallegt og bjart með sérsmíðuðum fataskáp. Á gólfi eru flísar úr marmara.  
Eldhús/borðstofa: eru í samliggjandi opnu rými sem hægt er að loka á milli með rennihurð. Eldhúsið hefur nýlega verið endurnýjað og þar er sérsmíðuð Häcker innrétting frá Eirvík, gott skápapláss og tæki frá Miele og Liebherr. Á gólfi er marmari. 
Setu-/sólstofa: Frá borðstofu er gengið niður í bjarta setu-/sólstofu þar sem er aukin lofthæð og hiti í gólfi. Sólskálinn er af Schüco gerð, með sólvarnargleri og var endurnýjaður árið 2023. Frá stofu/sólstofu er útgengt í fallegan garð þar sem bæði er hellulögð verönd sem og timburverönd, garðhýsi og garðgeymsla.  
Baðherbergi: flísalagður sturtuklefi, falleg Dansani innrétting, vegghengt wc, hiti í gólfi og gluggi með opnanlegu fagi. Baðherbergi var nýlega endurnýjað og þá voru m.a. neysluvatnslagnir endurnýjaðar og settur varmaskiptir. 
Svefnherbergi 1: nýlegt viðarparket frá Birgisson og nýr fataskápur í herbergi. 
Svefnherbergi 2: nýlegt viðarparket frá Birgisson, nýr fataskápur og aukin lofthæð í hluta herbergisins.
Svefnherbergi 3: afar rúmgott og bjart, með aukinni lofthæð, innbyggðum fataskápum, nýlegu viðarparketi frá Birgisson og nýlega endurnýjuðum gólfsíðum opnanlegum gluggum með sólvarnargleri. 
Sjónvarps/fjölskylduherbergi: í kjallara eignar er rúmgott sjónvarps/fjölskylduherbergi með fullri lofthæð, sér inngangur, anddyri, geymsla og þvottahús með wc og tengi fyrir sturtu sem býður upp á margskonar nýtingarmöguleika fyrir rýmið. 
Svalir: skjólgóðar og sólríkar svalir með útsýni yfir Þingholtin, Tjörnina, Hallgrímskirkju, Esju og víðar. Á svölum er ágæt útigeymsla.

Á bak við hús er fallegur og skjólgóður garður og fyrir framan hús er hellulagt og upphitað bílastæði sem rúmar tvo bíla.

Skv. upplýsingum frá seljanda var baðherbergi endurnýjað árið 2022 auk gólfefna í svefnherbergjum og fataskápar í tveimur þeirra. Árið 2023 var eldhús endurnýjað, sem og sólskáli, skipt um báða þakglugga eignar, timburverk á svölum og svalahurðir endurnýjaðar og í vor var þak yfirfarið og loftun aukin.

Falleg og mikið endurnýjuð eign á frábærum stað þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., [email protected] 


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
84.500.000 kr.157.40 536.849 kr./m²200287213.03.2018

88.000.000 kr.157.40 559.085 kr./m²200287311.01.2019

139.000.000 kr.157.40 883.100 kr./m²200287327.04.2022

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
6 skráningar
Tilboð-18.07.2017 - 24.09.2024
2 skráningar
164.900.000 kr.1.047.649 kr./m²11.04.2024 - 01.05.2024
3 skráningar
90.000.000 kr.571.792 kr./m²05.09.2018 - 15.09.2018
4 skráningar
98.500.000 kr.625.794 kr./m²26.06.2018 - 03.07.2018
3 skráningar
84.900.000 kr.539.390 kr./m²21.01.2018 - 27.01.2018
4 skráningar
86.900.000 kr.552.097 kr./m²20.09.2017 - 20.01.2018
2 skráningar
87.000.000 kr.552.732 kr./m²23.11.2017 - 03.01.2018
2 skráningar
89.500.000 kr.568.615 kr./m²26.10.2017 - 24.11.2017
2 skráningar
91.900.000 kr.583.863 kr./m²21.09.2017 - 23.10.2017
1 skráningar
97.900.000 kr.621.982 kr./m²17.07.2017 - 11.08.2017

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 29 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
157

Fasteignamat 2025

139.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

128.450.000 kr.

020101

Íbúð á 1. hæð
157

Fasteignamat 2025

142.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

130.950.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja með nýju gluggakerfi, sem hefur í för með sér smávæglegar breytingar á útliti, glerstofu á austurhlið parhúss mhl.01 og mhl.02, á lóð nr. 33 við Suðurgötu. Stærðir eru óbreyttar. Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 18. apríl 2023.

    Vísað til athugasemda.

  2. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um sem byggingarheimild, leyfi til þess að endurbyggja með nýju gluggakerfi, sem hefur í för með sér smávæglegar breytingar á útliti, glerstofu á austurhlið parhúss mhl.01 og mhl.02, á lóð nr. 33 við Suðurgötu. Stærðir eru óbreyttar. Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 18. apríl 2023.

    Vísað til athugasemda.

  3. GróðurhúsSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til þess að staðsetja 2,5 ferm. gróðurhús (matshl. 05) úr gleri og áli austan við húsið á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Samþykki meðlóðarhafa og samþykki nágranna í húsi nr. 31 við Suðurgötu, bæði dags. 25.07.2012 fylgja erindinu. Stærð:

    8500 + 408

  4. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk 140 cm að hæð um 50 cm frá lóðarmörkum götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja geymsluskúr og sólpall norðanvert á baklóð og annan geymsluskúr við suður mörk lóðar. Grindverk verði byggt úr harðviði, gisklætt á harðviðargrind, nema veggur á lóðarmörkum, sem verður þéttklæddur beggja vegna á grind. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40 dags. 15. ágúst 2002. Stærðir: Garðhús A og B (B-rými) samtals 8,7 ferm. og 17,4 rúmm.

  5. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk 140 cm að hæð um 50 cm frá lóðarmökum götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja geymsluskúr og sólpall norðanvert á baklóð og annan geymsluskúr við suður mörk lóðar. Öll grindverk verði byggð úr harðviði gisklætt á harðviðargrind, nema veggur á lóðarmörkum, sem verður þéttklæddur beggja vegna á grind. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40 dags. 15. ágúst 2002. Stærðir: Garðhús A og B (B-rými) samtals 8,7 ferm. og 17,4 rúmm.

  6. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk 140 cm að hæð um 50 cm frá lóðarmökum götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja geymsluskúr og sólpall norðanvert á baklóð og annan geymsluskúr við suður mörk lóðar. Öll grindverk verði byggð úr harðviði gisklætt á harðviðargrind, nema veggur á lóðarmörkum, sem verður þéttklæddur beggja vegna á grind. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40 dags. 15. ágúst 2002. Stærðir: Garðhús A og B (B-rými) samtals 8,7 ferm. og 17,4 rúmm.

  7. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk við lóðarmök götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja tvo geymsluskúra fyrir garðhúsgögn á lóðinni og skjólvegg við suðaustur lóðarmörk. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40. Stærðir: Garðhús A og B (B-rými) samtals 8,7 ferm. og 17,4 rúmm.

  8. Grindverk, útigey. ofl.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að reisa grindverk við lóðarmök götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja tvo geymsluskúra fyrir garðhúsgögn á lóðinni og skjólvegg við suðaustur lóðarmörk. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40. Stærðir: xx

  9. Fella tréSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til þess að fella tré á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Umsögn garðyrkjustjóra dags. 13. júní 2001 fylgir erindinu.

    Með vísan til umsagnar garðyrkjustjóra


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband