Söluauglýsing: 1283090

Koltursey 0

861 Hvolsvöllur

Verð

Tilboð

Stærð

100562.5

Fermetraverð

-

Tegund

Lóð/Jarðir

Fasteignamat

56.524.000

Fasteignasala

Hraunhamar Fasteignasala

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hraunhamar fasteignasala og Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 [email protected] kynna: Jörðina Koltursey, Rangárþingi eystra. Lögbýli.  Um er að ræða afar áhugaverða eign með fallegu íbúðarhúsi, gestahúsi, hesthúsi með reiðskemmu og geymslu / hesthúsi. Landið er 10 hektarar. Mikið og glæsilegt útsýni. Stutt er í Hvolsvöll þar sem er öll helsta verslun og þjónusta. Ljósleiðari komin inn í íbúðarhús og tengdur.

Skv. skráningu Fasteignaskrár/Þjóðskrá eru eftirfarandi hús á eigninni:
Íbúðarhús, byggt 2011, samtals 80 fm. - Inn í þá skráningu vantar sólstofu.
Gestahús byggt 2008, samtals 32,6 fm - Inn í þá skráningu vantar viðbyggingu sem er í dag rúmgott hjónaherbergi.
Hesthús byggt 2017, samtals 449,9 fm.
Óskráð er svo viðbótar hesthús / geymsla.

Nánari lýsing:
Íbúðarhús er timburhús á steyptum sökkli og skiptist í forstofu, stofu, opið eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymslu með glugga sem nýtt hefur verið sem svefnherbergi og sólstofu. Fataskápar eru í öllum svefnherbergjum. Á sólpallinum er frístandandi 8 fm geymsla. Húsið er kynt með gólfhitakerfi. Rúmgóður sólpallur er við húsið með skjólveggjum.
Gestahús er timburhús á steyptum sökkli og skiptist í stofu, opið eldhús, baðherbergi, þvottahús/geymslu og hjónaherbergi. Skriðkjallari er undir húsinu. Rúmgóður sólpallur er við húsið.
Hesthús er bogaskemma á steyptum sökkli með steyptum veggjum og skiptist í 18 rúmgóðar eins hesta stíur, þar af 6 stóðhestastíur með háum milligerðum, járningaaðstöðu, hnakkageymslu og rúmgott reiðsvæði. Tvær innkeyrsluhurðir og tvær gönguhurðir eru á húsinu. Við hesthúsið eru góð gerði.
Hesthús / geymsla er timburhús á steyptum sökkli með fjórum rúmgóðum tveggja hesta stíum og geymslu.

Landið er mikið hólfað niður, allar girðingar eru tengdar við öfluga rafmagnsstöð og vatnslagnir eru út í flest hólfin.

Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir landið er heimilt að íbúðarhús sé allt að 250 fm. á tveimur hæðum, bílskúr / skemma við gestahús allt að 100 fm., reiðskemma allt að 1.500 fm. og einnig er gert ráð fyrir allt að 5 smáhýsum sem mega vera allt að 25 fm. hvert.

Neysluvatn kemur frá Vatnsveitu Vestmannaeyja.

Ath. landamerki eins og þau eru teiknuð á loftmynd kunna að vera ónákvæm.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Jón Harðarson sölustj. í s. 893-2233 eða á [email protected]
Freyja M. Sigurðardóttir lgf. 


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi

Hraunhamar er ein af elstu fasteignasölum landsins, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023.
Hraunhamar í farabroddi í 40 ár! – Hraunhamar.is

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband