Söluauglýsing: 1282994

Ölduslóð 14

220 Hafnarfjörður

Verð

108.000.000

Stærð

197.2

Fermetraverð

547.667 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

88.450.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Lind Fasteignasala og Arinbjörn Marinósson lgf kynnað 5 herbergja íbúð á jarðhæð með bílskúr og auka íbúð í kjallara. Íbúðin er vel staðsett steinsnar frá miðbæ Hafnajarðar en einnig er stutt í almenningssamgöngur, leikskóla og skóla.
Íbúðin á jarðhæðinni er 107 fm og skiptist í 4 svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og þvottahús. Íbúðin hefur verið mjög mikið endurnýjuð frá árinu 2019 og má þar helst nefna að eldhús og baðherbergi var alveg endurnýjað, skipt var um gólfefni í allri íbúðinni ásamt því að rafmagn var endurnýjað ásamt nýrri rafmagnstöflu. Einnig hafa neysluvatnslagnir verið endurnýjaðar. Þessi listi  er alls ekki tæmandi og hægt er að óska eftir yfirliti yfir framkvæmdir síðustu ára.

*** Góðir útleigumöguleikar ***
*** Bílskúr ***
*** Mikið endurnýjuð eign ***

Nánari upplýsingar veitir Arinbjörn Marinósson Löggiltur fasteignasali, í síma 822-8574, tölvupóstur [email protected].

Aukaíbúð
er í kjalla og skiptist hún í eldhús, baðherbergi, geymslu, borðstofu og svefnherbergi. Íbúðin er í útleigu í dag.

Bílskúrinn er 31 fm og hefur einnig fengið töluverða yfirhalningu en þar má helst nefna að gólf hefur verið epoxy málað, veggir málaðir, nýjum vaski komið fyrir ásamt nýjum blöndunartækjum. Einnig hefur verið komið fyrir fjórum 16 amp rafmagnstenglum. Möguleiki að útbúa leiguíbúð í bílskúr.

Húsið hefur fengið töluvert viðhald og má þar helst nefna að skolp og dren hefur verið endurnýjað ásamt því að húsið hefur nýlega verið múrviðgert (á eftir að filta að utan og mála). Búið er að jarðvegsskipta meðfram húsi og er verið að vinna í garðinum.

Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,
Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak og Dorma.


Eignin Ölduslóð 14 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 208-0840, birt stærð 197.2 fm.



-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband