Söluauglýsing: 1282164

Sléttahraun 14

220 Hafnarfjörður

Verð

179.900.000

Stærð

243.6

Fermetraverð

738.506 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

131.650.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Nýrri auglýsingar

Nýrri auglýsingar á sömu eign sem eru enn í birtingu

Pnr.HeimilisfangÁsett verðStærðFermetraverðTegundDags.Mbl
179.900.000 kr.244 738.506 kr./m²23.06.2024

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna Sléttahraun 14 fnr. 207-8858

Húsið var byggt árið 1960, er þriggja hæða og samtals 243,6 fm. Það skiptist þannig að aðalhæð er skráð 83,1 fm, efri hæð 63,6 fm og bílskúr 29,8 fm. Á neðstu hæð er tveggja herbergja aukaíbúð, sem er í útleigu í dag, og geymsla samtals 67,1 fm.  Einnig er góð útgeymsla sem liggur að hlið bílskúrsins og telst ekki til fermetrafjölda eignarinnar. Garðurinn er stór, gróðursamur og skjólsæll.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin tvö ár á einstaklega vandaðan máta. Gríma Björg Thorarensen hjá GBT interiors sá um teikningar og hönnun framkvæmdanna og Lumex sérhannaði lýsingu í eignina. M.a. má nefna að þakið var endurnýjað að öllu leyti ásamt raflögnum í aðalíbúð, sérsmíðuð eldhúsinnrétting með stórri eyju, gólfhiti settur í aðalhæð svo fátt eitt sé nefnt. Nánari samantekt á framkvæmdunum má sjá hér að neðan. Hægt er að ferðast um eignina í þrívíddarhlekknum. Sjón er sögu ríkari. Skipulag allrar eignarinnar má sjá á gólfteikningum sem eru staðsettar hjá ljósmyndum af eigninni. 


3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR -  3D

FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.

Nánari lýsing:

MIÐHÆÐ:

Aðkoma: Aðkoman er hellulögð með snjóbræðslukerfi. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl fylgir með. 

Forstofa: Terrazzo flísar á gólfi. Sérsmíðuð glerhurð á milli forstofu og borðstofu. Gólfhiti í allri miðhæðinni.

Gestasalerni: Terrazzo flísar á gólfi. Handlaug og salerni. 

Borðstofa: Terrazzo flísar. Sérsmíðaður panell á vegg frá Viðhaldi og Nýsmíði úr sama við og eldhúsinnréttingin. 

Bílskúr/þvottahús: Terrazzo flísar á gólfi. Rýmið er í dag nýtt sem þvottahús en hægt er að nýta þetta rými á margan hátt. Allar lagnir til staðar til að útbúa stúdíóíbúð eða herbergi með sturtuaðstöðu. 

Stofa: Opið á milli eldhúss og stofu. Stór eyja sem tengir rýmin saman. Viðhaldsfrítt parket frá Álfaborg. Útgengt á rúmgóðar og fallegar svalir sem snúa í suður. 

Eldhús: Viðhaldsfrítt parket frá Álfaborg. Sérsmíðuð eldhúsinnrétting frá Viðhaldi og Nýsmíði sem nær upp í loft. Eyjan er sérsmíðuð úr þykkum quartzsite stein frá Granítsteinum. Eldhúsvaskurinn er sérsmíðaður úr sama stein, sérstaklega stór og djúpur. Blöndunartæki frá Ebson. Tveir ofnar frá Siemens (Studio line), annar örbylgjuofn, ásamt spansuðuhelluborði með innbyggðum gufugleypi. Sérsmíðaður bólstraður bekkur frá GÁ húsgögnum undir eldhúsglugga.

EFRI HÆÐ:

Fallegt teppi er á stiga á milli hæða. Innihurðir eru hvítar frá Birgisson. 

Svefnherbergi: Eru þrjú talsins. Parket á gólfum allra herbergja og fataskápur er í einu þeirra. 

Baðherbergi: Flísar á gólfi og meginhluti veggja er flísalagður einnig. Baðkar með sturtutæki og glerþili. Innrétting með handlaug. Stór gluggi með opnanlegu fagi. 


AUKAÍBÚÐ
Á neðstu hæðinni er aukaíbúð með sérinngangi. Björt og falleg með gluggum á fjóra vegu. Gefur af sér góðar leigutekjur. Einnig tilvalin eining fyrir stærri fjölskyldur.
Svefnherbergi með parketi og fataskáp
Stofa er björt með parketi á gólfi
Eldhús með parketi á gólfi. Hvít innrétting. Sambyggð eldavél og helluborð með viftu yfir. Flísalagt á milli efri og neðri skápa.
Baðherbergi og þvottahús í sama rými, flísalagt í hólf og gólf með sturtu. Innrétting með breiðri handlaug. 

Geymslur: Góð geymsla um 21 fm sem liggur að inngangi í aukaíbúð. Útigeymsla sem liggur að bílskúr en hún er óskráð í fermetrafjölda hússins. 

Lóðin: Garðurinn er gróðursamur og skjólsæll. Algjör ævintýraheimur fyrir krakka. Róla og barnahús í garði fylgir með.

Endurbætur á Sléttahrauni 14 frá árinu 2022 
Gríma Björg Thorarensen hjá GBT interiors sá um teikningar og hönnun framkvæmdanna.
Sérhönnuð lýsing og ljós í aðalíbúð frá Lumex.
Skipt um allt þakið, þakkant og stóran hluta þaksperra.
Dregið í nýtt rafmagn í aðalíbúð og settir nýir tenglar og rofar.
Skipt um alla einangrun í lofti.
Settur upp loftadúkur í aðalíbúð, sem tryggir frábæra hljóðvist.
Opnaður veggur á milli eldhúss og stofu og lokað á stiga niður í þvottahús. -
Sérsmíðuð eldhúsinnrétting með stórri eyju af Viðhaldi og Nýsmíði.
Extra þykkur quartzsite steinn á bekkjum og eyju frá Granítsteinum.
Skápar á eyjunni úr steininum.
Sérsmíðaður stór og djúpur eldhúsvaskur úr quartzsite steininum.
Blöndunartæki í eldhúsi frá Ebson.
Sérsmíðaður bólstraður bekkur í eldhúsi frá GÁ húsgögn.
Panell á vegg í borðstofu sérsmíðaður af Viðhaldi og Nýsmíði.
Sérsmíðuð rennihurð frá Viðhaldi og Nýsmíði aðskilur anddyri og bílskúr.
Sérsmíðuð frönsk glerhurð aðskilur anddyri og borðstofu.
Gólfið í eldhúsi, stofu, borðstofu, anddyri, gestabaði og bílskúr flotað.
Gólfhiti settur í alla neðri hæð aðalíbúðar og ofnar fjarlægðir.
Terrazzo flísar frá Ebson á neðri palli, sem telur anddyri, gestabað, borðstofu og bílskúr
Önnur rými aðalíbúðar parketlögð með viðhaldsfríu harðparketi frá Álfaborg.
Gólflistar frá Sérefni.
Þvottahúsið fært inn í bílskúr.
Ný blöndunartæki og salerni á gestabaðherbergi
Stigi milli hæða teppalagður.
Svalir efri hæðar (úr hjónaherbergi) endurmúraðar.
Sturtu- og salernisaðstaða aukaíbúðar endurflísalögð.
Nýjar hurðar á efri hæð frá Birgisson

Sléttahraun 14 er einstaklega falleg eign sem nostrað hefur verið við síðustu ár með glæsilegum árangri. Einbýlishúsið er miðsvæðis í Hafnarfirði, á vinsælum og fjölskylduvænum stað. Stutt er í alla þjónustu, m.a. leikskóla, grunnskóla, íþróttaaðstöðu og verslanir. Stofnbrautir í allar áttir.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected].

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 
 
 
 
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband