Söluauglýsing: 1280603

Hvassaleiti 149

103 Reykjavík

Verð

169.900.000

Stærð

245.1

Fermetraverð

693.186 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

130.600.000

Fasteignasala

Heimili Fasteignasala

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Heimili fasteignasala kynnir:  Hvassaleiti 149 - fallegt og vel skipulagt raðhús með aukaíbúð í kjallara. Húsið hefur verið mikið endurnýjað undanfarin ár, m.a. nýtt baðherbergi, nýtt eldhús, gólfefni o.fl. Frábær staðsetning miðsvæði í Reykjavík.

Eignin verður sýnd í opnu húsi miðvikudaginn 19 júní kl. 16:30 - 17:00. Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson, fasteignasali, [email protected]

Húsið er byggt árið 1961 og er hannað af Gunnari Hanssyni arkitekt. Gunnar er af kynslóð arkitekta sem hönnuðu í anda módernisma og hafa haft mikil áhrif síðan. Gunnar þótti djarfur og í senn rómantískur í hönnun sinni og bera verk hans með sér ákveðinn léttleika og fágun sem njóta sín vel í þessu fallega húsi.


Skipulag hússins:
Komið er inn á anddyri með flísum á gólfi. Innaf anddyri er gestasnyrting, flísalögð í hólf og gólf. Hol/gangur með parketi á gólfi, góður fataskápur. Stórt herbergi með parketi. Glæsilegt endurnýjað eldhús sem búið er að opna inn á ganginn og að stofunni.  Falleg innrétting frá HTH og vönduð AEG tæki fylgja, þ.m.t. innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Ljós Quartz borðplata gefur eldhúsinu fallegan svip. Úr holinu er gengið niður parketlagðan stiga niður í stofuna og borðstofuna sem einnig eru parketlagðar. Fallegur arinn og steinveggur umhverfis hann gefa stofunni einstaklega náttúrulegan og hlýlegan brag. Úr stofunni er gengið niður á sérhannaða lóðina sem er vel afgirt, fallegur stór suðursólpallur. Úr holinu er gengið upp parketlagðan nýjan stiga á efri hæðina, en hún var mikið  endurnýjuð sumarið 2023. Komið er uppá bjartan parketlagðan gang með góðri lofthæð og mikilli birtu, upprunalegar hurðar og viðarklæðning gera rýmið einstaklega fallegt. Tvö barnaherbergi með parketi. Stórt hjónaherbergi með parketi og innfeldri lýsingu (hjónaherbergið var áður tvö herbergi og einfalt að útfæra með öðrum hætti). Glæsilegt nýtt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, steypt baðkar með sturtu, innrétting frá HTH og Quartz borðplata, Vola blöndunartæki og innfeld lýsing.
Af ganginum á aðalhæðinni er gengið niður í kjallarann.  Þar er rúmgott þvottahús með flísum á gólfi og nýlegri innréttingu. Í kjallaranum er einnig séríbúð með sérinngangi, en einnig er hægt að ganga inn í hana úr stigahúsinu. Inngangur í íbúðina í kjallaranum er undir aðalinngangi hússins. Komið er inn í opið anddyri með parketi. Eldhús með parketi á gólfi, hvít innrétting með ágætu skápaplássi, borðkrókur.  Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta, sturta og tengi fyrir þvottavél. Rómgóð stofa með parketi. Stórt svefnherbergi með parketi og skápum. Lofthæð í stofu og svefnherbergi er ekki full og stærð ekki inni í uppgefnum fermetrum hússins. Bílskúrinn er fullbúinn með hita, vatni og rafmagni.  Innaf bílskúr er rúmgóð geymsla með glugga.

Húsið hefur verið töluvert mikið endurnýjað undanfarin ár og er almennt í góðu ástandi, má þar nefna:
Efri hæð hússins var endurnýjuð árið 2023. Gert nýtt baðherbergi frá a-ö. Tenglar endurnýjaðir o.fl.
Eldhúsið er frá 2021, þá var skipulagi breytt og það flutt á núverandi stað. Sérsmíðuð HTH innrétting og Quartz borðplata frá S. Helgasyni.
Settur var nýr stigi og handrið uppá efri hæðina árið 2023.
Allt parket á gólfum er hvíttað gegnheilt eikarparket frá Birgisson.
Rafmagn hefur verið endurnýjað og var sett ný tafla árið 2021.
Þak var yfirfarið og sett nýtt járn fyrir nokkrum árum.
Frárennsli var fóðrað árið 2015 og skipt um dren sunnanmegin.
Garðurinn var hannaður af Birni Jóhannssyni arkitekt og endurgerður árið 2015. Lagnir fyrir heitan pott.
Vatnslagnir af efri hæð voru endurnýjað 2023 og settur forhitari á neysluvatnið.
Hiti er í bílaplani.
Hús og gluggar voru málaðir að utan fyrir fimm árum síðan.

Bókið skoðun og fáið allar frekari upplýsingar hjá Finnboga Hilmarssyni, fasteignasali, [email protected]
 


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband