10.06.2024 1278080

Víðiholt 9

225 Garðabær (Álftanes)

hero

Verð

98.000.000

Stærð

177.9

Fermetraverð

550.871 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

12.600.000

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Guðný Ösp, lgf., s. 665-8909 og Fasteignasalan TORG kynna frábærlega staðsett raðhús á besta stað á Álftanesi. 
Húsin eru glæsilega hönnuð 5 herbergja raðhús / parhús, 180 fm á tveimur hæðum
Inngarðar veita fallega birtu inn í alrými hússins.  Fullfrágengin lóð.
Húsin afhendast fullkláruð, tilbúin til innréttinga eða fokheld skv. skilalýsingu -
Verð fyrir rúmlega fokheld hús er kr. 98.000.000 kr.  tilbúið til innréttinga kr. 117.000.000 kr.  fullbúið án gólfefna kr. 128.000.000 kr.
Bókið skoðun eða fáið nánari upplýsingar hjá Guðný Ösp í síma 665-8909 / [email protected] //  Elku í síma 863-8813 / [email protected] eða öðrum sölumönnum hjá TORGI, Sími: 520-9595 / [email protected]

 - Heimasíða verkefnis (smella hér) -- Google Maps staðsetning smella hér

Sveit í borg er réttnefni fyrir Álftanesið. Húsið eru staðsett steinsnar frá gylltri fjörunni og sannkölluð paradís fyrir náttúruunnendur. Sú nýlunda að í miðju hvers húss er garður sem hleypir inn birtu, svæði þar sem hægt er að tengja við náttúruöflin og ná jafnvægi eftir eril dagsins.  Afhending á Víðiholti 9 fer fram í lok sumars.

Í þeim tilfellum sem ekki eru komnar innréttingar er hægt að velja á milli þriggja tegunda:

Dökk : Perfect Matte Laminated MDF (Egger U999 PM)
Ljós : Perfect Matte Laminated MDF (Egger U702 PM)
Dark Oak : Dark Oak Veneer; Handles milled in the fronts - (með aukakostnaði 1.000.000 kr. þessi innrétting er í sýningarhúsi)

------
Nánari lýsing;
* Möguleiki á fimm svefnherbergjum
* Tvö baðherbergi, tvær sturtur ásamt baðkari.
* Sér þvottahús
* Gólfhiti á neðri hæð og baðherbergi á efri hæð.  Ofnar í herbergjum.
* Falleg Innrétting og eldunareyja í eldhúsi frá innréttingarframleiðandanum Voké-III úr Perfect Matte Laminated MDF. Hægt verður að velja um tvo liti. Borðplötur í eldhúsi eru úr
kvartzsteini frá Technistone
* Íbúðir eru loftræstar með vélrænni loftræsingu með sjálfstæðum loftræstisamstæðum fyrir hvert hús.
---  Óskið eftir skilalýsingu fyrir nánari upplýsingar ----

Víðiholt er staðsett á eftirsóknarverðum stað, miðsvæðis á Álftanesi. Svæðið er nálægt grunnþjónustu, s.s skóla, leikskóla, almenningssamgöngum, íþrótta- og útivistarsvæði og má segja að hverfið sé sveit í borg þar sem hesthúsahverfið við Breiðumýri þar sem Sóti hestamannafélag hefur aðsetur er í mikilli nálægt. Svæðið afmarkast af Breiðumýri til norðausturs og hesthúsasvæði til norðvesturs. Að sunnan nær svæðið að íbúðarbyggð við Asparholt og Lyngholt. Aðkoma að svæðinu er um Breiðumýri. Á svæðinu verða 2 fjölbýlishús með 25 íbúðum hvort um sig, 1 parhús og 18 raðhús. Áhersla er lögð á að byggðin myndi skjólgóð og falleg græn svæði til almennra nota.
-------
Víðiholt 2-24 samanstendur af einu parhúsi, þrem lengjum af 5 eininga sambyggðum raðhúsum og einni lengju af 3 eininga sambyggðum raðhúsum. Uppbygging húsanna er úr krosslímdum timbureiningum sem eru einangruð að utan og klædd með veðurþolinni, viðhalds lítilli klæðningu. Leitast er við að nýta vel hvern fermeter og er innra skipulag sveigjanlegt.  Komið er inn um aðalinngang inn í anddyri þar sem er gestasalerni og geymsla, frá anddyri er komið inn í alrými þar sem stigi bindur saman hæðir og eldhús, stofa og borðstofa eru í sameiginlegu opnu rými. Stórir gluggar veita birtu inn í stofu og borðstofu. Á fyrstu hæð er einnig gestaherbergi/skrifstofa og útigeymsla með sér inngangi. Á efri hæð er sjónvarpshol, baðherbergi, þvottahús og 3 herbergi. Stigi og stórir gluggar veita birtu á milli hæða um ljósgarð sem er á milli húsa.
------
Útveggir raðhúsa eru úr CLT krosslímdum timbureiningum, einangraðir að utan og klæddir með viðhaldslítilli álbáru í hvítum lit og timbri á völdum stöðum í gráum lit sem sameina fallegt útlit, endingu og þol gagnvart íslenskri veðráttu. Þök á húsunum eru einhalla úr CLT einingum með pappalagi, einangrun og ásoðin tvö pappalög. Þak er frágengið með úthagatorfi.  Svalir og svalahandrið eru úr heitgalvaniseruðu stáli.  Gluggar eru verksmiðjuframleiddir ál-timbur gluggar frá danska framleiðandanum Rationel með slitinni kuldabrú. Gler er tvöfalt k-einangrunargler. Útihurðir eru einnig frá Rationel.  Utanhúss lýsing er samkvæmt teikningum raflagnahönnuðar. Vönduð led útilýsing er undir milliplötu við aðkomu/bílastæði. Útilýsing er á vegg í inngarði og garði ásamt útitengli.  Ídráttarleið er fyrir rafhleðslustöð frá aðaltöflu að útvegg við aðkomu/bílastæði. Ídráttarrör fyrir rafmagn er frá aðaltöflu að verönd.  Lóð umhverfis húsið verður jöfnuð í rétta hæð og þökulögð. Bílastæði og aðkoma verða hellulögð. Inngarður er frágengin með hellum. Snjóbræðsla er í bílaplani, aðkomu og inngarði. Sólpallur/verönd/skjólveggur fylgir ekki. Ídráttarrör fyrir vatnslögn er frá inntaksgrind að verönd.
----

-----
Eldhúsnnrétting og eldunareyja eru frá innréttingarframleiðandanum VOKE-3 og eru í ljósum eða dökkum lit skv. vali kaupanda. Eldhús skilast með veggofni og spanhelluborði. Íbúðum er skilað til kaupanda án gufuhleypis, kæli-/frystiskáps og uppþvottavélar.  Baðherbergi á neðri hæð er með sturtu og skilast með sturtugleri.  Baðherbergi á efri hæð er með baðkari og sturtu, á milli sturtu og baðkars kemur veggur ásamt gleri til afskermingar. 
----

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

Samskiptasaga eignar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband