Söluauglýsing: 1277923

Skólavörðustígur 36

101 Reykjavík

Verð

395.000.000

Stærð

272.9

Fermetraverð

1.447.417 kr. / m²

Tegund

Atvinnuhúsnæði
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu heila 272,9 fermetra húseign við Skólavörðustíg 36 í Reykjavík, sem samanstendur af verslunarhúsnæði á jarðhæð, íbúðarhúsnæði á efri hæðum og geymslu á lóð.
Eignin var byggð árið 2021, er á tveimur fastanúmerum og stendur á 216,0 fermetra eignarlóð.

Lýsing eignar:
Verslunarhæðin er 93,9 fermetrar að stærð og er í útleigu.
 
Hæðin er með gólfsíðum verslunargluggum út að Skólavörðustíg og inn að baklóð, góðri lofthæð og útgengi á um 45 fermetra afgirta verönd til suðurs.
Innaf verslunarrými eru snyrting og ræstigeymsla. Gólfhitalagnir eru í rýminu og gólf eru flísalögð.

Efri hæðir hússins eru innréttaðar sem íbúðarhúsnæði.
Á 2. hæð er 3ja herbergja íbúð með 22,6 fermetra skjólsælum suðursvölum

Íbúðin skiptist í stórt alrými með stofu og eldhúsi, baðherbergi með glugga og tvö svefnherbergi.  Gólf eru flísalögð og gólfhitalagnir eru í íbúðinni.
Á 3. hæð er 3ja herbergja íbúð með skjólsælum 9,8  fermetra svölum til suðurs. 
Íbúðin skiptist í stórt alrými með stofu og eldhúsi, baðherbergi með glugga og eitt svefnherbergi, en mögulegt að útbúa annað. Gólf eru sjónflotuð og lökkuð og gólfhitalagnir eru í íbúðinni.

Íbúðirnar eru innréttaðar á vandaðan og smekklegan máta.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband