Söluauglýsing: 1277875

Vallakór 6a

203 Kópavogur

Verð

94.900.000

Stærð

127.6

Fermetraverð

743.730 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli
hero

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Efsta hæð - Endaíbúð - Glæsilegt útsýni - Stórar svalir- Tvö stæði í bílageymslu - Göngufæri í alla helstu þjónustu - Íbúðin er laus strax.

Íbúðaeignir og Halldór Már lgf. kynna nýlega 4ra herbergja íbúð á 7.hæð ásamt tveimur stæðum í bílageymslu í Vallakór 6A í Kópavogi. Um er að ræða endaíbúð á efstu hæð í þessum hluta hússins með 21,1 fm suð-vestur svölum og glæsilegu útsýni. Örstutt er í alla helstu þjónustu, leikskóla, skóla, verslun, strætó, sundlaug, sportbar og falleg útivistarsvæði.

Nánari lýsing:
Um er að ræða íbúð 701 á 7. hæð hússins (efsta hæð í þessum hluta hússins). Íbúðin er skráð 127,6 fm að stærð og þar af er geymslan 6,8 fm. Íbúðinni fylgja stæði í bílageymslu merkt B24 og B25. 
Íbúðin skiptist í rúmgott anddyri með fataskáp, hjónaherbergi með opnu fataherbergi (18,3 fm á stærð), tvö barnaherbergi (bæði 9,3 fm á stærð) með fataskápum, baðherbergi með sturtu, innréttingu, vegghengdu salerni, handklæðaofni og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og stofu og eldhús í rúmgóðu alrými. Útgengi er á stórar svalir úr stofu, en mikið útsýni er af svölum og úr stofu. 

Húsið:
Húsið skiptist í tvær byggingar, Vallakór 6a og 6b með tveimur lyftuhúsum, tvær lyftur í öðru húsinu en ein í hinu. Stigar eru í báðum lyftuhúsum og er aðgengi þess vegna gott. Með öllum íbúðunum fylgir sér bílastæði í lokaðri bílgeymslu. Allar íbúðirnar eru með rúmgóðum svölum, en gott rými er á svölunum fyrir grill og garðhúsgögn.  Íbúðir á jarðhæð eru með sérafnotarétt á lóð. Mikið útsýni er einkennandi fyrir allt húsið. 

Mjög góð íbúð í vinsælu hverfi þar sem göngufæri í alla helstu þjónustu.

Þjónusta:
Eignin er staðsett á vinsælum stað í Kópavogi þar sem örstutt er í alla þjónustu. Má þar nefna leikskóla, grunnskóla, matvöruverslanir, sportbar, Kórinn íþróttamiðstöð, Salalaug, hesthúsahverfi, líkamsrækt, golfvöll GKG, og útivistarsvæði í Heiðmörk og í kringum Elliða- og Vifilstaðavatn.

Allar upplýsingar um eignina veitir:
Halldór Már Sverrisson, löggiltur fasteignasali / B.Sc. í viðskiptafræði í síma 898 5599 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband