Söluauglýsing: 1277862

Klettagljúfur 23

810 Hveragerði

Verð

340.000.000

Stærð

590.5

Fermetraverð

575.783 kr. / m²

Tegund

Rað/Par
hero

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN OG SVEINN EYLAND LGF. S. 6900 820 KYNNA Í EINKASÖLU:
Um er ræða verulega vandað, vel skipulagt og stórglæsilega húseign á frábærum stað að Klettagljúfri í Ölfusi og aðeins í 35 mín akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Stórglæsilegt útsýni til suðurs, vesturs og norðurs frá eigninni.
Eignin er skráð á tvö fastanúmer í dag og er skipt upp í þrjár íbúðareiningar og eru tvær þeirra í útleigu með góðum leigutekjum.
Eignin er 590.5 fm að heildarstærð (1.hæð er 286.3 fm og 2.hæð er 304.2 fm) og stendur á 5745 fm eignarlóð. Fallegt útsýni til norðurs, vesturs og suðurs frá eign.

Samkvæmt deiliskipulagi um Gljúfurárholt í Ölfusi síðan 2007 kemur fram að heimilt er að reisa 100 fm hesthús á lóðinni og er búið að jarðvegskipta fyrir því norðan megin við húseign
Vandaður frágangur og innréttingar í öllu húsinu sem að var allt hannað af Rut Káradóttur innanhúsarkitekt, gólfhiti og loftræstikerfi í húseigninni.

EIGN FYRIR VANDLÁTA / SJÓN ER SÖGU RÍKARI.

Nánari upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða [email protected]

FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA STRAX HÉR.

Heildareignin skiptist á eftirfarandi hátt:
Aðalhæðin skiptist í forstofu, hol, tvær stofur, borðstofu, eldhús, herbergisgang, tvö svefnherbergi, hjónasvítu með fataherbergi innaf, baðherbergi, þvottaherbergi, með sturtu og salerni innaf, rúmgóður 75 fm bílskúr með góðri lofthæð, rúmgóðar svalir til suðurs, vesturs og norðurs meðfram aðal hæðinni.
Á jarðhæð eru tvær íbúðir í dag annars vegar fimm herbergja og hinsvegar tveggja herbergja, geymsla og tæknirými húseignar er einnig á jarðhæð.
Fimm herbergja íbúðin skiptist í forstofu/hol, stofu/borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, aðalbaðherbergi, gestabaðherbergi, þvottaherbergi og útgengt á skjólgóðar verandir.
Tveggja herbergja íbúðin skiptist í forstofu/hol, stofu, eldhús, svefnherbergi/vinnuaðstöðu, baðherbergi og þvottaherbergi, rúmgóð verönd er með íbúð.


Nánari lýsing á eigninni:
Á aðalhæð er komið inní forstofu með háum fataskápum
Stofur og borðstofa renna saman í eitt rými opið og bjart rými með mikilli lofthæð og er útgengi úr stofu til suðurs á svalir, stoðveggur skilur af stofur og eldhús að hluta og í vegg er arinn sem er klæddur með blámaðri járnklæðningu, sérstakur hljóðdúkur er undir loftaklæðningu í stofum og eldhúsi sem að gefur þéttara hljóð í rýmum og ekkert bergmál.
Eldhús er mjög rúmgott með fallegri hvítri eldhúsinnréttingu með skápum uppí loft, búrskápur í innréttingu, innbyggður ísskápur og uppþvottavél í innréttingu, eldunareyja með gashelluborði í borðplötu, gott skúffupláss er í eyjunni og hægt er að sitja við eyju og nýta sem eldhúsborð. Herbergisgangur og innaf honum er aðalbaðherbergi sem að er með flísum á veggjum, vönduð innrétting í kringum vask með góðum tækjum, flísalagður setbekkur við hlið vasks, Walk-in sturtuklefi með glerskilrúmi, vegghengt salerni, speglaveggur með lýsingu í.
Tvö mjög rúmgóð svefnherbergi sem að eru skápalaus.
Innst á herbergjagangi er komið inní rúmgóða hjónasvítu sem að er með rúmgóðu fataherbergi innaf og eru fataskápar þar yfir allan vegginn, útgengt er úr fataherbergi út á svalir til norð-vesturs.
Þvottaherbergi sem að er rúmgott með góðum innréttingum og skápum, góðu borðplássi með skolvask og flísalagður setbekkur þar við hlið, á móti innréttingu er salernisherbergi og þar er vegghengt salerni, sér Walk-in sturtuklefi er einnig innaf þvottaherbergi, útgengt er úr þvottaherbergi á svalir og þar er heitur pottur á svölum.
Auka forstofuherbergi með inngangi er innaf herbergjagangi og er inngengt þaðan í innbyggðan tvöfaldan 74 fm bílskúr sem að er með mikilli lofthæð, rafdrifnar bílskúrshurðar og er 3ja farsa rafmagn í bílskúr og búið að leggja fyrir rafmagnshleðslustöð í bílskúr. Innrétting með vask í bílskúr.

Stærri íbúð á jarðhæð er fimm herbergja með sérinngangi, verönd og tveim baðherbergjum, gert er ráð fyrir sérbílastæðum fyrir íbúðir á jarðhæð.
Komið er inn um sérinngang frá jarðhæð í forstofu með góðum fataskápum.
Stofa, borðstofa og eldhús er opið og bjart rými með gluggum á tvo vegu og er útgengt úr eldhúsi á verönd til suð-vesturs.
Eldhús er rúmgott með fallegri hvítri eldhúsinnréttingu með skápum uppí loft, búrskápur í innréttingu, innbyggður ísskápur og uppþvottavél í innréttingu, eldunareyja með helluborði í borðplötu, gott skúffupláss er í eyjunni og hægt er að sitja við eyju og nýta sem eldhúsborð. Herbergisgangur og innaf honum eru fjögur svefnherbergi sem eru öll með fataskápum, aðalbaðherbergi sem að er með flísum á veggjum, vönduð innrétting í kringum vask með góðum tækjum, flísalagður setbekkur við hlið vasks, Walk-in sturtuklefi með glerskilrúmi, vegghengt salerni, speglaveggur með lýsingu í og gestabaðherbergi. Rúmgott þvottaherbergi með góðum innréttingum og skápaplássi og er gert ráð fyrir vélum í vinnuhæð í innréttingunni, vaskur er í borðplötu.

Minni íbúð á jarðhæð er sett upp sem studio-íbúð í dag en auðvelt er hægt að stúka af svefnherbergi með glugga í íbúðinni.
Sérinngangur er í íbúð norðanmegin við húsið og er ágætis verönd þar fyrir framan.
Rúmgóð forstofa með fataskáp og innaf forstofu er þvottaherbergi með góðri innréttingu með skápum.
Stofa og eldhús er eitt opið rými, snyrtileg L-laga eldhúsinnrétting með viðarborðplötu, góðir skápar og hirslur í eldhúsi, innbyggð uppþvottavél í innréttingu. Útengi er um rennihurð úr á verönd úr stofunni.
Alrými með glugga sem að nýtt er í dag sem vinnuaðstaða en væri auðvelt að stúka af fyrir aflokað svefnherbergi og innaf því rými er svefnaðstaða íbúa í dag og eru góðir fataskápar í því rými.
Baðherbergi er með flísum á veggjum, vönduð innrétting í kringum vask með góðum tækjum, flísalagður setbekkur við hlið vasks, Walk-in sturtuklefi með glerskilrúmi, vegghengt salerni, speglaveggur með lýsingu í fyrir ofan vask, handklæðaofn.
Geymsla og inntaksrými er á jarðhæð og er gengið í það utanfrá.

ÝMISLEGT UM HÚSEIGNINA:
-Húseign er steinuð að utan og er þakkantur klæddur með álklæðningu.
-Öll gólf í húsinu eru flotuð og lökkuð með ljósum lit.
-Gólfhitakerfi og loftræstikerfi að stærstum hluta í húsi, ofnakerfi í minnstu íbúðinni.
-Innfelld lýsing er í öllum loftum húseignar.
-Í stofurými aðalhæðar er loft upptekið og er sérstakur hljóðdúkur bakvið loftaplötur.
-Sömu innrétingar, hurðar og fataskápar eru gegnum gangandi í öllu húsinu.


-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband