10.06.2024 1277825

Laugavegur 86

101 Reykjavík

hero

Verð

74.900.000

Stærð

94.5

Fermetraverð

792.593 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

76.900.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 20 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

RE/MAX og Magnús Már Lúðvíksson löggiltur fasteignasali kynna: Fallega og rúmgóða 2 herbergja íbúð á annari hæð í lyftuhúsi að Laugavegi 86.

.: Skoða eign hér í 3D :.

Anddyri: Flísar á gólfi, gott fataskápar, góð lýsing ásamt stórum hringlaga spegli.
Herbergi: Parket á gólfi, gott skápapláss, loft niðurtekið að hluta með innfelldri lýsingu.
Stofa: Parket á gólfi, opin og björt, gólfsíðir gluggar, útgengt út á svalir.
Eldhús: Parket á gólfi, gott skápapláss, loft niðurtekið að hluta með innfelldri lýsingu, tengi fyrir uppþvottavél, helluborð og gufugleypir.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, handklæðaofn, sturtuklefi.
Þvottahús: Innan íbúðar, flísar á gólfi, innrétting undir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, skolvaskur.
Geymsla: Innan íbúðar, parket á gólfi.
Hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð og sameiginleg geymsla á hæðinni sem húsfélagið leigir út.

Á baklóð hússins eru 37 bílastæði sem eru í óskiptri sameign hússins.
Bílageymsla á vegum Bílastæðasjóðs er í kjallara hússins. 
Eignin er í útleigu, góðar leigutekjur.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir

Magnús Már Lúðvíksson
Löggiltur fasteignasali 
Sími: 699-2010 
Email: [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

Samskiptasaga eignar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. (fsp) fjölgun íbúðaJákvætt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi og fjölga íbúðum í nýsamþykktu (7. sept. 2003) húsi á lóðinni nr. 86, 90, 92 og 94 við Laugaveg í líkingu við meðfygjandi teikningar. Jafnfram myndi byggingarmagn ofanjarðar aukast úr ca. 2900 ferm. í ca. 3600 ferm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. október 2004 fylgir erindinu.

    Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi

  2. (fsp) fjölgun íbúðaFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi og fjölga íbúðum í nýsamþykktu (7. sept. 2003) húsi á lóðinni nr. 86, 90, 92 og 94 við Laugaveg í líkingu við meðfygjandi teikningar. Jafnfram myndi byggingarmagn ofanjarðar aukast úr ca. 2900 ferm. í ca. 3600 ferm.

    Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa

  3. Nýbygging, íbúðar-, verslunar- og bílag.húsSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar-, verslunar- og bílageymsluhús úr steinsteypu á lóðinni nr. 86, 90, 92 og 94 við Laugaveg. Á fyrstu hæð er gert ráð fyrir verslunum og samtals 15 íbúðum á annarri til fjórðu hæð. Húsið verði einangrað og klætt að utan með múrkerfi og útveggir málaðir í mismunandi litum. Á lóðinni verði jafnframt komið fyrir bílageymsluhúsi á þremur hæðum neðanjarðar. Á baklóð verði 37 bílastæði, þar af 15 fyrir íbúðir, 16 fyrir verslanir og 2 fyrir fatlaða, en í bílageymsluhúsi verði samtals 193 bílastæði, þar af 4 fyrir fatlaða. Erindinu fylgir geinargerð vegna bílageymsluhúss ódags., forhönnunarskýrsla vegna brunavarna dags. 1.júlí 2004, greinargerð vegna umferðarhávaða og tilheyrandi ráðstafanna dags. 7. júlí 2004. Stærðir: Bílgeymsla 5.787,8 ferm. og 20.586,5 rúmm. 1. hæð: 954,8 ferm. og 4.416,6 rúmm.. 2. hæð: 977,7 ferm og 3.252,6 rúmm.. 3. hæð: 812,6 ferm. og 2.757,8 rúmm.. 4. hæð: 247,4 ferm. og 865,8 rúmm.. Heild: 8.708,4 ferm. og 31.879,4 rúmm.

  4. Nýbygging, íbúðar-, verslunar- og bílag.húsFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar-, verslunar- og bílageymsluhús úr steinsteypu á lóðinni nr. 86, 90, 92 og 94 við Laugaveg. Á fyrstu hæð er gert ráð fyrir verslunum og samtals 15 íbúðum á annarri til fjórðu hæð. Húsið verði einangrað og klætt að utan með múrkerfi og útveggir málaðir í mismunandi litum. Á lóðinni verði jafnframt komið fyrir bílageymsluhúsi á þremur hæðum neðanjarðar. Á baklóð verði 37 bílastæði, þar af 15 fyrir íbúðir, 16 fyrir verslanir og 2 fyrir fatlaða, en í bílageymsluhúsi verði samtals 193 bílastæði, þar af 4 fyrir fatlaða. Erindinu fylgir geinargerð vegna bílageymsluhúss ódags., forhönnunarskýrsla vegna brunavarna dags. 1.júlí 2004, greinargerð vegna umferðarhávaða og tilheyrandi ráðstafanna dags. 7. júlí 2004. Stærðir: xx

  5. Nýbygging, íbúðar-, verslunar- og bílag.húsFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja íbúðar-, verslunar- og bílageymsluhús úr steinsteypu á lóðinni nr. 86, 90, 92 og 94 við Laugaveg. Á fyrstu hæð er gert ráð fyrir verslunum og samtals 15 íbúðum á annarri til fjórðu hæð. Húsið verði einangrað og klætt að utan með múrkerfi og útveggir málaðir í mismunandi litum. Á lóðinni verði jafnframt komið fyrir bílageymsluhúsi á þremur hæðum neðanjarðar. Á baklóð verði 37 bílastæði, þar af 15 fyrir íbúðir, 16 fyrir verslanir og 2 fyrir fatlaða, en í bílageymsluhúsi verði samtals 193 bílastæði, þar af 4 fyrir fatlaða. Erindinu fylgir geinargerð vegna bílageymsluhúss ódags., forhönnunarskýrsla vegna brunavarna dags. 1.júlí 2004, greinargerð vegna umferðarhávaða og tilheyrandi ráðstafanna dags. 7. júlí 2004. Stærðir: xx

  6. FlutningshúsSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til flutnings eftirtalinnar fasteignar: Laugavegur 86, fastanr. 200-5500 01 0001, 200-5501 01 0101, 200-5502 01 0201, 200-5503 01 0202, 200-5504 01 0301, alls um 353,4 ferm. að stærð. Um er að ræða kjallara og þrjár hæðir, járnvarið timburhús á steyptri jarðhæð, byggt árið 1922 skv. FMR. Gert er ráð fyrir því að húsið verði flutt á Álagranda 4, sbr. deiliskipulag sem borgarráð samþykkti þann 6. maí 2003. Málinu fylgir bréf Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar dags. 21. júlí 2003.

    Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

  7. NiðurrifSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Óskað er eftir leyfi til

    Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997


Ath. gagnavinnsla er enn í gangi. Byggir í dag einungis á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2020.

PóstlistiÁbendingarHafa samband