10.06.2024 1277784

Vogatunga 19

200 Kópavogur

hero

Verð

121.900.000

Stærð

127

Fermetraverð

959.843 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

91.050.000

Fasteignasala

Fasteignamarkaðurinn

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu eitt af þessum eftirsóttu húsum við Vogatungu í Kópavogi, sem ætluð eru fyrir 60 ára og eldri, en þó hafa fengist undanþágur frá kvöð um aldur kaupenda fyrir aðila sem eru að nálgast 60 ára aldur.  Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2025 er kr. 91.400.000.-

Um er að ræða virkilega vandað, bjart, vel skipulagt og þó nokkuð endurnýjað 127,0 fermetra parhús á einni hæð með innbyggðum 26,3 fermetra bílskúr á 274,0 fermetra endalóð með tveimur veröndum með skjólveggjum og rúmri og góðri aðkomu innst í götu.

Gegnheilt eikarparket er á gólfum í stórum hluta húss og er það nýlega slípað og lakkað, eldhúsinnrétting og tæki eru nýleg og vönduð og skápar og innihurðir auk rafmagnstöflu hafa verið endurnýjuð.  Marmari er á borðum innrétting og í gluggakistum að hluta og mikil lofthæð er í holi, stofu og eldhúsi.


Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og rúmgóð með góðum fataskápum.
Hol, parketlagt.
Eldhús, opið við hol og með gluggum til austurs, parketlagt og með mjög fallegum og vönduðum hvítum innréttingum með flísum á milli skápa, innbyggðri uppþvottavél og marmara á borðum.  Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp með klakavél og vönduð tæki frá Siemens eru í eldhúsi.
Stofa, mjög rúmgóð, parketlögð og björt með aukinni lofthæð og gluggum í tvær áttir. 
Skáli, sem gengið er niður í um tvö þrep úr stofu er opinn við húsið, flísalagður og bjartur með útgengi á skjólsæla hellulagða stóra verönd til suðurs og vesturs með skjólveggjum.
Hjónaherbergi, parketlagt og stórt með fataskápum á heilum vegg.
Gangur, parketlagður og með fataskápum á heilum vegg. 
Baðherbergi, stórt og með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting með marmara á borði og miklir innfelldir skápar í vegg með stæðum fyrir þvottavél og þurrkara. Stór flísalögð sturta með sturtugleri og handklæðaofn.
Bílskúr, sem innangengt er í af gangi, er með rafmótor á hurð, niðurfalli í lökkuðu gólfi og rennandi heitu og köldu vatni.  
Geymsla, sem útbúin hefur verið innaf bílskúr er með gluggum, parketlögð og með útgengi á baklóð.

Húsið að utan lítur vel út, nýlega málað sem og þakjárn.

Lóðin er fullfrágengin með hellulagðri innkeyrslu og stétt fyrir framan húsið með hitalögnum undir.  Á framlóð er líka rúmgóð viðarverönd með skjólveggjum og fallegur gróður.  Á baklóð hússins er stór hellulögð verönd og fallegur gróður.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum og grónum stað innst í botnlanga og aðkoma er öll með besta móti. 

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignaarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

Samskiptasaga eignar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband