Söluauglýsing: 1277774

Stekkjarbyggð 24 lundskógi

607 Akureyri

Verð

40.900.000

Stærð

76.1

Fermetraverð

537.451 kr. / m²

Tegund

Sumarhús

Fasteignamat

32.050.000
hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Stekkjarbyggð 24 - Skemmtilegt 3ja herbergja sumarhús ásamt gestahúsi og bílskúr/geymslu. - stærð 76,1 m² auk gestahúss.

Húsið getur verið laust til afhendingar fljótlega


Húsið er timburhús, með skráð byggingarár 2016, 45,8 m² að stærð og klætt að utan með Canexel klæðningu.
Húsið skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús og stofu í opnu rými. 

Forstofa er með vínyl parketi á gólf og þreföldum skáp. Fellistigi er í forstofunni upp á loft sem er yfir hluta hússins.
Eldhús, hvít snyrtileg L-laga innrétting með eikar bekkplötu.
Stofa og eldhús eru í opnu rými með vínyl parketi á gólfi og gluggum til þriggja átta. Hurð er út til suðurs á timbur verönd.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með vínyl parketi á gólfi. Í barnaherberginu er koja.
Baðherbergi er með vínyl parketi á gólfi, wc, hvítri innréttingu og opnanlegum glugga. Lagnir eru fyrir sturtu en eigendur hafa eins notast við útisturtuna.
Gestahús, um 5 m² að stærð. Um er að ræða bjálkahús sem búið er að einangra.
Bílskúr/geymsla er skráð 30,3 m² að stærð og útbúin úr tveimur gámum sem festir voru saman, einangraðir og klæddir að utan með bandsagaðri timbur klæðningu. Sér gönguhurð er á langhliðinni og stór vængjahurð á framhliðinni. Lagnir er í bílskúrnum fyrir þvottavél.

Annað
- Hitaveita er í húsinu.
- Um 100 m² timburverönd er með austur, suður og vesturhlið hússins. 
- Heitur pottur og útisturta eru á veröndinni.
- Gróðurhús er á lóðinni og fylgir það með við sölu eignar.
- Hluti af innbúi fylgir með við sölu eignar.
- Lóðin er leigulóð, skráð 5.346,0 m², gróin og falleg.
- Örstutt á golfvöllinn.
- Eignin er í einkasölu
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband