Söluauglýsing: 1277768

Heiðarbyggð 32

606 Akureyri

Verð

38.000.000

Stærð

77.7

Fermetraverð

489.060 kr. / m²

Tegund

Sumarhús
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 1 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fallegt sumarhús á útsýnilóð Heiðarbyggð í Vaðlaheiði gegnt Akureyri.

Húsið er timburhús, reist ofan á steyptan grunn og steypta plötu - samtals 77,7 m² að stærð auk um 10 m² geymsluskúrs.
Húsið skiptist í forstofu, stofu og eldhús í einu rými, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús auk geymslu og vinnurýmis í kjallara og skúrbyggingar á palli sem er með geymslu og gufubaði.


Forstofa er með flísum á gólfi.
Eldhús og stofa er í einu opnu rými og þar eru flísar á gólfi, kamína og útgangur á verönd til suð-vesturs. Eldhúsinnréttingin er ljós innrétting frá IKEA og í henni er samstæða með helluborði, bakaraofni og uppþvottavél.
Svefnherbergin eru tvö, bæði flísalögð og í öðru þeirra er fataskápur.
Baðherbergi er flísalagt og þar eru upphengt wc, sturta og opnanlegur gluggi.
Þvottahús og geymslurými er innaf forstofu. Þar eru flísar á gólfi, vaskur og opnanlegur gluggi. 
Geymsla og ágætt vinnu- og lagnarými er í kjallara.  Þar eru gólf máluð en þar er einnig 300 l hitadunkur fyrir vatnið og jafnframt kerfið fyrir gólfhitann.

Góður skúr er á pallinum austan við húsið og þar er gufubað og ágætt geymslurými fyrir framan.
Timburpallur er allt í kringum húsið og framan við það er bílaplan.

Annað
- Allt íbúðarrými hússins er flísalagt og þar er gólfhiti.
- Loft eru tekin upp og húsið er panel klætt að innan.
- Húsið stendur hátt og því mikið útsýni. 
- Lóðin er 3.751 m² að stærð og lóðarleiga er um 95.000.- á ári.
- Tveir vegir eru að hverfinu, annar er gamli Vaðlaheiðarvegurinn en hinn er nýrri er neðan við byggðina sem auðveldar aðkomu að hverfinu að vetrum.

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband