Söluauglýsing: 1277689

Vesturgata 136

300 Akranes

Verð

72.900.000

Stærð

133.1

Fermetraverð

547.708 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

55.750.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir einbýlishús að Vesturgötu 136 á Akranesi. Lóðin er stór og útgengi út frá stofu út á afgirta viðarverönd, er frábær viðbót við húsið. Búið er að endurnýja skólp og drenað hefur verið við húsið. Einnig hafa verið gerðar miklar endurbætur á innréttingum innanhúss, neysluvatnslögnum, ofnalögnum o.fl. Niðurtekin loft og ný LED lýsing í loftum. Bílskúrsréttur fylgir og stæði beggja megin við hús. Húsið er stærra en fermetrar segja til um. Göngufæri er leik-, grunn- og framhaldsskóla. Einnig er stutt í alla helstu þjónustu og verslanir sem og sundlaug og Akraneshöllina. 
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / [email protected] 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasalerni, eldhús, þvottahús og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 133,1 m2.

*HÉR ER SMELLT TIL AÐ SKRÁ Í OPIÐ HÚS MIÐVIKUD. 12. JÚNÍ KL.17.00-18:00
 
Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing á aðalhæð:
Forstofa er rúmgóð með hvítum fataskáp með rennihurðum. Gólfsíður gluggi og svartar gólfflísar flæða inn á gang, gestasalerni og eldhús.
Gestasalerni er við forstofu. Nýlega endurnýjað að mestu. Upphengt salerni með marmaraflísum, hvítur handklæðaofn, háglans skápur innfelldur inn í vegg, skápur undir handlaug og veggfestur spegill með ljósi. 
Stofa er björt með gluggum á þremur hliðum. Fallegt olíuborið viðarparket er á stofurými.
Borðstofa kemur í framhaldi af stofu og er þar útgengi um glervænghurð út í pall til suðurs.
Eldhús er með "U" laga hvítri innréttingu með hvítum sökklum. Veggfestir glerskápar og nýr svartur gufugleypir. Milli efri og neðri skápa eru hvítar veggflísar. Svartur vaskur með nýjum blöndunartækjum, helluborð og ofn innfelldur í innréttinguna. Svartar borðplötur. Gott pláss fyrir eldhúsborð og stóla. Svartar gólfflísar.

Nánari lýsing á efri hæð:
Skemmtilegur bogadreginn stigi er upp á efri hæð.
Stór bjartur franskur gluggi. Teppalagðar tröppur og pallur.
Herbergi I er rúmgott með parketi á gólfi. Hvítir skápar, opnir að hluta, ná upp í loft.
Herbergi II er með hvítum tvöföldum fataskáp. Parket á gólfi.
Herbergi III er stærsta herbergið og inn af því er fataherbergi með opnum fataskápum. 
Baðherbergi er flísalagt með gráum flísum á gólfi og upp salerniskassa og hvítum marmaraflísum á einum vegg. Fallegur svartur handklæðaofn, walk-in stura með marmaraflísum og glerrennihurð. Innrétting undir handlaug er hvít háglans með svartri borðplötu. Speglaskápur er innfelldur inn í vegg.

Nánari lýsing kjallara:
Tröppur niður af aðalhæð eru steinaðar.

Þvottahús er í kjallara og er útgengi þar út á lóð til norðurs.
Geymsla er í hluta af kjallara.
Útgrafið rými er nýtt sem geymsla í dag.
Bílskúrsréttur er á lóðinni.
Garður umlykur húsið. Beggja megin við hús er malarplan og hægt að leggja bílum. meðfram húsi til suðurs og vesturs er viðarverönd með skjólvegg. Þar er algjör sælureitur og nýtur þar sólar frá morgni til kvölds. Grasflötur aftan við hús er sléttur og nýlega tyrfður. Garður er að mestu afgirtur. Innan girðingar eru runnar og plöntur.
Miklar endurbætur hafa átt sér stað frá 2019 s.s. bæði baðherbergin, eldhús, skólp, dren, allar neysluvatnslagnir og flestar ofnalagnir og tekin niður flest loft og LED lýsingu komið fyrir. Húsið er múrviðgert, en þarf að mála. Nánari upplýsingar hjá fasteignasala.

Fyrirhugað fasteignamat árið 2025: 57.700.000 kr.

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband