Söluauglýsing: 1277685

Vesturfold 9

112 Reykjavík

Verð

149.000.000

Stærð

209.1

Fermetraverð

712.578 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

140.950.000

Fasteignasala

Eignamiðlun

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 31 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Virkilega vandað og vel byggt 209,1 fm einbýlishús á einni hæð að meðtöldum 34,1 fm bílskúr staðsett í botnlanga við Vesturfold 9, Reykjavík. Stór 981 fm lóð umliggur húsið með góðum palli að neðanverðu. Viðhald eignarinnar til fyrirmyndar. Rúmgóð bílastæði fyrir framan hús og einnig í götu. Mikið og fallegt útsýni úr stofu og eldhúsi. Lokaður svefnherbergisgangur með stóru baðherbergi. Eignin er byggð árið 1995 og eru innréttingar og gólfefni frá þeim tíma. Vönduð eign sem vert er að skoða. Fasteignamat fyrir næsta ár er 147.150.000 kr.

Nánari upplýsingar veitir: Gunnar Bergmann Jónsson í síma 839-1600 eða [email protected]


Nánari lýsing: 
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Innangengt úr forstofu í rúmgóðan og snyrtilegan bílskúr.
Frá forstofu er komið inn í sjónvarpshol sem er opið rými og nýtt þannig í dag. Gestasalerni í holrými.
Gengið niður þrjú þrep í stofu og borðstofu, stórir gluggar gera rýmið bjart. Þaðan er hægt að ganga út í garð.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu, flísum á milli efri og neðri skápa, góðri borðaðstöðu og flísum á gólfi.
Svefnherbergisgangur lokaður af frá holrými, parketlagður. Þrjú ágætlega rúmgóð barnaherbergi með parket á gólfum og fataskápum. Hjónaherbergi rúmgott með útgengi út á verönd, lítið fataherbergi inn af hjónaherbergi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturtu, hornbaðkari og ágætri innréttingu. Sér þvottahús innan íbúðar sem liggur á milli forstofu og bílskúrs.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Eignamiðlun ehf. - Grensásvegur 11, 108 Reykjavík - [email protected] - Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali.
 

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Auglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
6 skráningar
149.000.000 kr.712.578 kr./m²03.04.2024 - 19.04.2024
2 skráningar
149.900.000 kr.716.882 kr./m²09.11.2023 - 19.01.2024
2 skráningar
Tilboð-08.12.2023 - 12.01.2024

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 10 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband