Söluauglýsing: 1277580

Hverfisgata 100

101 Reykjavík

Verð

79.900.000

Stærð

73.5

Fermetraverð

1.087.075 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

-

Fasteignasala

Eignamiðlun

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Glæsilegar nýjar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðirnar afhendast fullbúnar með vönduðum innréttingum, innbyggðum eldhústækjum og gólfefnum. Lyfta er í húsinu. Svalir í suður. Íbúðin er tilbúin til afhendingar við kaupsamning. 

Bókið skoðun. Sýnum samdægurs. Allar upplýsingar gefur Kári Sighvatsson löggiltur fasteignasali, sími 899-8815, [email protected] 


Um er að ræða nánar tiltekið íbúð 303 við Hverfisgötu 100, 101 Reykjavík. 3ja herbergja íbúð. Samkvæmt Fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 73,5 fm, þar af er íbúðarrými 69,2 fm og sérgeymsla er 4,3 fm. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús og stofu í alrými, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Sérgeymsla fylgir íbúðinni. Svalir í suður. 

*** Sækja söluyfirlit ***

* Hverfisgata 100 er glæsilegt 12 íbúða fjölbýlishús á 4 hæðum. Stærðir íbúða eru frá 37,1-93,9 fm. Sérgeymsla fylgir öllum íbúðum. 
* Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur. Gott útsýni er úr mörgum íbúðum. 
Frágangur íbúða að innan: Vandaðar innréttingar frá Voke3 í eldhúsi, á baði og í herbergjum (söluaðili er Voke-III á Íslandi ehf). Íbúðirnar afhendast fullbúnar með tækjum og gólfefnum. Eldhúsraftæki frá Electrolux, ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð. Harðparket á gólfum herbergja og í alrými. Gólf á baðherbergjum og þvottahúsum eru flísalögð. 
Frágangur utanhúss: Sameign, stigagangur og lyftuhús ásamt útveggjum og burðarveggjum fyrstu hæðar er úr járnbetnri steinsteypu. Ofan á steypta plötu yfir fyrstu hæð leggjast timbureiningar fyrir 2., 3. og 4. hæð. Fyrsta hæð er einangruð að innan en á hæðum 2-4 eru einangraðar timbureiningar klæddar viðhaldsléttri álklæðningu að utan. Timbur/ál gluggar með hljóðeinangrandi gleri sem snýr að Hverfisgötu. 
Hiti og rafmagn: Hiti er sameiginlegur og reiknast samkvæmt hlutfallstölu en rafmagn er á sérmæli fyrir hverja íbúð. 
Skipulagsgjald: Kaupandi greiðir skipulagsgjald (0,3% af endanlegu brunabótamati). 

Hluti verksins er endurgerð eldri húsa þar sem efri hæðir eru teknar niður en jarðhæðin endurgerð og nýtt áfram. Ofan á steypta jarðhæð koma 3 hæðir og eru þær úr timbureiningum. Stigahús og lyftustokkur var steypt upp allar hæðir áður en timbureiningar voru reistar og virkar sem burðarvirkiskjarni sem styrkir bygginguna.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og 25. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband