Söluauglýsing: 1277577

Langahlíð 15

105 Reykjavík

Verð

74.900.000

Stærð

101.4

Fermetraverð

738.659 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli
hero

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Lind fasteignasala og Sigrún Ragna  lgf. kynna  Lönguhlíð 15 bjarta og vel skipulagða talsvert endurnýjaða 3ja. herbergja íbúð

SÉR INNGANGUR. 
Eignin er skráð 101,4 fm. og skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi og geymslu, sameiginlegt þvottahús þar sem hver íbúð er með sín eigin þvottatæki.
Húsinu hefur verið vel við haldið í gegnum árin, skipt var um glugga og húsið steinað á árunum 2008-2010. Virkilega vel staðsett eign í eftirsóttum stað í rótgrónu og góðu hverfi í nálægð við skóla, leikskóla, Klambratún, Öskjuhlíð og í göngufæri við miðborgina.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár, helstu atriði eru eftirfarandi.

Búið að leggja nýja ofnalögn og allir ofnar nýlegir.
Hiti í gólfi í eldhúsi og forstofu.

Árið 2006 -  Baðherbergi endurnýjað og skipt um allar hurðar
Árið 2016 - Rafmagnstöflur endurnýjaðar
Árið 2016 - Eldhúsið endurnýjað, Alno innrétting, Asko uppþvottavél,Gorenje ofn og helluborð (helluborð endurnýjað 2024)
Árið 2017 - Íbúðin parketlögð með Quick-step harðparketi og raflagnir uppfærðar
Árið 2020 - Baðherbergi endurnýjað.


Helstu atriði varðandi framkvæmdir á húsinu:

Árið 2006 - Skolp endurnýjað.
Árið 2008 - Drenað í kringum húsið.
Árið 2010 - Húsið steinað.
Árið 2011 - Þak málað.
Árið 2018 - Steinunn á húsinu þrifin og yfirfarin.
Árið 2023 - Húsið þvegið og sílanborið

Fyrirhuguð er viðgerð á þaki í júlí 2024, mun núverandi eigandi  bera kostnað af hans hlut í framkvæmdunum.

Nánari lýsing:
Sér inngangur er inn í íbúðina, komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi, hiti í gólfi. 
Innaf forstofu er geymsla íbúðarinnar og sameiginlegt þvottahús.
Hol: Parketlagt tenging við öll herbergi.
Stofa:  Stofan er parketlögð og með glugga út í garð.
Eldhús: Alno innrétting, gorenjo ofn  í vinnuhæð,innbyggð uppþvottavél, helluborð og vifta þar fyrir ofan.eldhúsið er mjög bjart og rúmgott með glugga, flísar á gólfi (hiti í gólfi).
Hjónaherbergi: Rúmgott, hvítur fataskápur, parket á gólfi.
Herbergi 2: Rúmgott, parket á gólfi.
Bað: Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar góð sturtuaðstaða, upphengt salerni, handklæðaofn.

Sameiginlegur garður er snyrtilegur, ljósleiðari er í húsinu og er aðkoman að húsinu snyrtileg og gott aðgengi að bílastæðum.

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband