Söluauglýsing: 1277525

Ásbyrgi 0

270 Mosfellsbær

Verð

Tilboð

Stærð

186.8

Fermetraverð

-

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

113.200.000

Fasteignasala

Fastborg

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Borg fasteignasala kynnir fallegt einbýli umvafið gróðri staðsett við Varmá í landi Reykja í Mosfellsbæ.
Einstök eign í nálægð við náttúruna.
Ekki verður haldið opið hús á eigninni heldur verður hverjum og einum gefin sinn skoðunartími
- skoðun bókist á [email protected] eða í síma 696-5055. 


Gengið er í gegnum stórt gróðurhús / garðskála  áður en gengið er inn í húsið. Garðskálinn býður upp á frábær tækifæri til ræktunar
ef áhugi er fyrir því en þar hafa verið ræktaðar rósir í gegnum árin. Rennihurð er út í garðskálann frá sjónvarpsholi, sömuleiðis er hurð
og stór flekahurð svo hægt er að opna alveg á milli garðskála og út í garð. Í garðskálanum er tvöfaldur arinn sem bæði er hægt að
nota þar og inni í sjónvarpsholi. 
Við garðskálann liggur lítið hús sem var upphaflega hugsað sem gufubað með búningaaðstöðu og sturtu einnig geymsla en eru í dag nýtt sem geymslur. 
Þegar inn í aðalbygginguna er komið tekur við hugguleg forstofa með lítilli gestasnyrtingu og stór gangur sem leiðir í allar vistarverur hússins. 
Það eru tvær bjartar stofur og sjónvarpshol með arni. Loftið er panilklætt með viðarbitum og aukinni lofthæð í stofum og sjónvarpsholi.
Eldhúsið er bjart með borðkróki og spænskum flísum á gólfi. Úr eldhúsi er innangengt í vaskahús þar sem er hurð út í garð. 
Svefnherbergin í dag eru tvö. Inn af öðru svefnherberginu er innangengt inn á stórt baðherbergi með marmara, tveimur vöskum og niðurgröfnu
baðkari og sturtu. Samkvæmt teikningu eru svefnherbergin þrjú og er möguleiki að bæta við herbergi þar sem í dag er borðstofa. 
Eikarparket er á öllu húsinu, marmari á böðum og spænskar flísar á eldhúsi.
Vönduð og sjarmerandi eign með stórum gluggum sem hleypa dagsbirtunni inn og fallegt útsýni hvert sem litið er. 
Sannkölluð sveit í borg þar sem hægt er að ganga frá húsinu eftir göngustíg meðfram Varmá í fallegu umhverfi en á sama tíma er stutt í alla helstu þjónustu, leikskóla og skóla.
 Arkitekt hússins var Leifur Gíslason. 

Eignin Ásbyrgi, 270 Mosfellsbæ, er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 208-4855, birt stærð 186.8 fm.
Garðskálinn er ekki inn í skráðum fermetrafjölda.
 
Nánari upplýsingar veitir Anna Laufey Sigurðardóttir Lögg. fasteignasali í síma
6965055, tölvupóstur [email protected] 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Verðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Ekki tókst að sækja verðsögu á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Auglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
7 skráningar
Tilboð-31.05.2024 - 20.06.2024

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 7 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband