08.06.2024 1277397

Skektuvogur 6 - 205 fm þaksvalir

104 Reykjavík

hero

Verð

129.900.000

Stærð

145.1

Fermetraverð

895.245 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

115.150.000

Fasteignasala

Domusnova

Símanúmer



Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Domusnova og Ingunn Björg lgf. kynna stórglæsilega fimm herbergja þakíbúð með einstaklega rúmgóðum þaksvölum ( heimild fyrir svalalokun undir skyggni) , heitur pottur, hellulögð stétt og gras að hluta. Eigninni fylgja tvö bílastæði í bílakjallara sem staðsett eru á besta stað, næst inngangi inn í húsið. Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 145,1 m2.
Einungis tvær íbúðir eru á hæðinni. Íbúðin skiptist á eftirfarandi hátt: Forstofa, eldhús opið við borðstofu / stofu, 4 svefnherbergi,  baðherbergi, þvottahús. Mjög rúmgóðar þaksvalir. Fallegt harðparket er á öllum rýmum nema votrýmum. Byggingaraðili hússins er ÞG verktakar. Innréttingar í eldhúsi, baðherbergjum og fataskápar eru frá GKS ehf. 


Lyklalaust aðgengi er í húsinu. Lóðin er afar snyrtileg með hellulagðri stétt fyrir framan hús. Tyrfð / hellulögð sameiginleg baklóð með leiktækjum, göngustígum og kvöldlýsingu.
Um er að ræða eftirsótta staðsetningu í góðu nýlegu fjölskylduhverfi í Vogabyggð í Reykjavík.
Verslun og þjónusta í næsta nágrenni ásamt frábærum hjóla- og gönguleiðum við Elliðaárvoginn. Mikil útivist allt í kring og fallegt umhverfi.


ATH! Dýrahald er leyft í húsinu. 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Með góðum fataskápum.
Alrými: Eldhús borðstofa og stofa eru í opnu rými. Þaðan er útgengt á einstaklega rúmgóðar þaksvalir.
Eldhús: Í eldhúsi er falleg ljós innrétting með eyju. Quarts borðplata, innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél. Ofn í vinnuhæð.
Stofa/ borðstofa: Rúmgott, fallegt og bjart rými, gluggar á þrjá vegu. Útgengt á glæsilegar þaksvalir.
Hjónaherbergi : Mjög rúmgott og bjart herbergi með góðum fataskápum sem ná upp í loft. 
Svefnherbergi 2: Rúmgott og bjart með góðum fataskáp sem nær upp í loft.
Svefnherbergi 3: Rúmgott og bjart með góðum fataskáp sem nær upp í loft.
Svefnherbergi 4: Rúmgott og bjart með góðum fataskáp sem nær upp í loft. 
Baðherbergi: Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir að hluta. Mjög rúmgóð innrétting, speglaskápar á vegg, "walk in sturta" með glerskilrúmi og handklæðaofn. Vegghengt salerni.
Þvottahús: Þvottahús er með flísum á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, hillur á vegg.
Þaksvalir: Einstaklega rúmgóðar 205 m2 þaksvalir með heitum potti ( hitaveitupottur). Gólfið er hellulagt að hluta með vönduðum útiflísum frá Vídd. Heimild er fyrir að útbúa svalalokun undir skyggni upp við hús. 
Bílastæði:  Tvö bílastæði fylgja íbúðinni í lokuðum bílakjallara. Staðsetning þeirra er afar góð alveg við inngang hússins. Búið er að leggja fyrir rafhleðslu í bílastæðum. 
Geymsla: Mjög rúmgóð geymsla er í sameign sem staðsett er næst inngangi á geymslugangi. 
Hjóla og vagnageymsla er einnig í sameign.
Djúpgámar fyrir sorp. 

Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

Samskiptasaga eignar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband