Söluauglýsing: 1277336

Glitvellir 28

221 Hafnarfjörður

Verð

159.000.000

Stærð

305.1

Fermetraverð

521.141 kr. / m²

Tegund

Einbýli
hero

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu: 

Mjög vandað og vel staðsett 250,7 fm einbýlishús með innbyggðum tvöföldum 54,4 fm. bílskúr á 669,3 fm. endalóð innst inn í botnlanga á góðum stað við Glitvellir 28, 221 Hafnarfirði. Samtals stærð á húsi og tvöföldum bílskúr er 305,1 fm. 

Það eru 6 svefnherbergi í húsinu, þrjú baðherbergi og eitt gestasalerni. Hiti í gólfum, vandað parket, sér innbyggt ryksugukerfi, arinn, steinn á borðum í eldhúsi og vandaðar innréttingar ásamt vönduðum tækjum. Hjónasvíta er með sér fataherbergi og sér baðherbergi inn af herberginu ásamt aðgengi út í garð. 

Aðkoma húsi er til fyrirmyndar, steypt bílaplan með hita í plani.

Garðurinn umhverfis húsið er skjólgóður, flottur og vel skipulagður. Heitur pottur ásamt baðhúsi með sturtu, sauna og útigeymslu þar á móti. Garðurinn hefur þann kost að bera að hann snýr mjög vel á móti sól og er skjólgóður með timburverönd og skjólveggjum.

Smelltu á link til að skoða húsið í 3-D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Nánari lýsing: 
Komið er inn í anddyri með innbyggðum ljósum í lofti, flísum á gólfi, næturlýsingu í veggjum, hita í gólfi og fataskápum. Inn af anddyri er gestasalerni með sömu flísum á gólfi og ljósari flísum á veggjum ásamt mósaík flísum að hluta til. Innbyggð ljós í lofti, upphengt salerni ásamt baðinnréttingu með handlaug og handklæðaofni. Inn af anddyri er einnig mjög rúmgott og bjart svefnherbergi með glugga á tvo vegu, parket á gólfi og fataskáp. Frá anddyri er gengið um millihurð með gleri í, inn í opið og mjög rúmgott alrými með mikilli lofthæð og birtu, Alrými það samanstendur af holi, stofu, borðstofu og eldhúsi. Vandað parket á öllu rýminu, gólfhiti og næturlýsing í veggjum. Búið er að uppfæra öll innbyggð loftljós í alrými þar sem loft eru niður tekin, í LED. Frá holi eru tvö þrep niður í stofu, borðstofu og eldhús. Arinn á milli stofu og borstofu setur mikinn svip á rýmið, arinn er opin í báða enda. Eldhús er mjög veglegt, gott vinnu- og borðpláss. Tvöfaldur ísskápur, tveir ofnar í vinnuhæð, innbyggð kaffivél ( allt vönduð Siemens tæki ). Innbyggð uppþvottavél og mikið og gott skápapláss, búrskápur og útdraganlegar skúffur. Steinn á borðum, undirlímdur vaskur og spanhelluborð á eyju ásamt háfi þar fyrir ofan. Frá borðstofu er hægt að ganga út um tvöfalda svalahurð út á timburverönd sem snýr vel á móti sól í  suð-vestur með timbur skjólveggjum, heitum potti og saunu. Inn af holi er veggur og glerveggur sem mótar sjónvarpshol hússins. rúmgott og gott rými. Herbergin þar á móti voru áður þrjú, tvö rúmgóð svefnherbergi með parket á gólfi og fataskáp ásamt hjónasvítu með sér baðherbergi. Í dag hefur verið opnað þar inn ag hjónasvítu inn í annað herbergið og það nýtt í dag sem fataherbergi. ( mjög auðvelt að breyta því aftur ) Hjónasvítan er því í dag með sér fataherbergi og sér baðherbergi með opnanlegum glugga, inn af herberginu, þar eru ljósar flísar á vegg ásamt mósaík flísum að hluta til, sturta, handklæðaofn, baðinnrétting með handlaug og upphengt salerni, Þá eru vandaðir fataskápar og aðgengi út í garð, austan megin við húsið. Við hliðina á hjónasvítu er svo annað stórt og rúmgott baðherbergi með opnanlegum glugga. Þar er að finna sömu ljósu flísarnar ásamt mósaík flísum á vegg að hluta til. Stór og góð innrétting með gott skúffupláss og handlaug þar fyrir ofan ásamt tveimur speglum. Upphengt salerni, hornbaðkar með innbyggðum blöndunartækjum, handklæðaofni og svo góðri sturtu þar við hlið. Við hliðin á sjónvarpsholi er hringstigi upp á efri hæð sem er undir súð að hluta til og gólfflötur þar stærri en fm. gefa tilefni til. Þar er opið og rúmgott alrými með þakglugga sem gefur birtu inn, þar inn af eru tvö önnur rúmgóð svefnherbergi, annað með þakglugga og hitt með glugga á enda þess. Á efrri hæðinni er svo þriðja baðherbergið, flísar á gólfi, sturtuklefi, upphnegt salerni ásamt baðinnréttingu með handlaug. ÞAr við hlið er svo útskot sem verið nýtt sem skrifborðsrými.Þegar farið er svo aftur niður stigan er hægt að ganga þar beint að þvottahúsi íbúðar sem er mjög rúmgott með flísum á gólfi. Stór og mikil innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnnuhæð, skolavaski og aðra innréttingu þar á móti.Frá þvottahúsi er útgengi út á lóð hússins, austan meginn. Þá er einnig innangengt frá þvottahúsi í stóran tvöfaldan bílskúr með rafrdrifnum bílskúrshurðum, þar er hiti í gólfi líkt og á allri aðalhæðinni. Fyrir ofan bílskúrinn er óskráð rými, þar hefur verið útbúið mjög snyrtilegt rými sem hægt væri að nýta sem ýmisskonar hobbíherbergi/skrifstofu eða bara sem gott og snyrtilegt geymslurými. 

Um að ræða mjög vandað og vel byggt hús sem hefur fengið gott viðhald frá upphafi. 

Allar nánari upplýsingar gefur: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli í sima 661-6056 eða [email protected], löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.-
 

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband