Söluauglýsing: 1277326

Móbergsskarð 8 - íbúð 101

221 Hafnarfjörður

Verð

123.800.000

Stærð

155.4

Fermetraverð

796.654 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

7.940.000

Fasteignasala

Landmark

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Landmark fasteignamiðlun kynnir í einkasölu: 

Nýja bjarta og afar fallega fjögurra herbergja 155,4 m2 íbúð á neðri hæð með sér inngangi í glæsilegu fjögurra íbúða fjölbýlishúsi við Móbergsskarð 8 í Hafnarfirði. Eignin er einstaklega vel staðsett í Skarðshlíðinni næst innst í botnlanga mestmegnis innan um sérbýli. 

*Íbúðin afhendist fullbúin með gólfefnum. Gólfhiti með sér stýringu í hverju herbergi. 
*Vandaðar innréttingar frá HTH, innbyggður ísskápur og uppþvottavél og glæsilegur marmari á borðplötum frá S Helgasyni. 
*Sér þvottahús innan íbúðar og stór geymsla. 
*Sér inngangur, útitröppur með snjóbræðslu og gönguleiðir hellulagðar. 
*40 m2 sérafnotareitur út frá stofu og skilast með timburpalli.  

*Afar vönduð og glæsileg klæðning á húsinu. 
*Bílastæði á lóð hellulögð með snjóbræðslu. 

Afhending er áætluð í maí 2024. 

Skoðaðu HÉR eignina í 3D
Sækja HÉR söluyfirlit samstundis
Skoða HÉR söluvef verkefnis


Nánari lýsing: 
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp. 
Svefnherbergi I við forstofu er rúmgott með fataskáp, harðparket á gólfi. 
Stofa og eldhús er í björtu og rúmgóðu sameiginlegu rými, harðparket á gólfi, útgengi á 40 m2 sérafnotareit. 
Svefnherbergi II við stofu er rúmgott með fataskáp, glugga í tvær áttir, harðparket á gólfi. 
Eldhúsinnrétting er dökk brún og grá frá HTH með glæsilegri marmara borðplötu, innbyggðum ísskáp og innbyggðri uppþvottavél, bakarofni í vinnuhæð span helluborði og vegghengdum háfi. 
Hol er rúmgott og hægt að nýta sem sjónvarpshol, harðparket á gólfi. 
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með dökk brúnni innréttingu, glæsilegri marmara borðplötu, vegghengdum skáp, handklæðaofni á vegg, upphengdu salerni, sturtu með innbyggðum blöndunartækjum og glerskilrúmi. 
Þvottahús er með grárri innréttingu frá HTH með tengi fyrir þvottavél og barkalausan þurrkara, vaski og plast borðplötu. 
Hjónaherbergi er rúmgott með innbyggðum fataskápum, harðparket á gólfi. 
Geymsla er mjög rúmgóð, flísar á gólfi. 

Um er að ræða afar fallega og vandaða fjögurra herbergja íbúð á neðri hæð í glæsilegu fjórbýli við Móbergsskarð 8 í Hafnarfirði. Sjá nánar skilalýsingu eignar. 

Húsameistari ehf., f.h. Heimsali ehf. er framkvæmdaraðili verkefnisins. Starfsmenn og samstarfsaðilar Húsameistara hafa áratuga reynslu í hönnun og byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi.

Allar nánari upplýsingar veita:
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali
í félagi FF / [email protected] / 823-2600
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali
í félagi FF / [email protected] / 823-2800
Láttu okkur selja fyrir þig. Hafðu samband og við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband