Söluauglýsing: 1277308

Laugateigur 5

105 Reykjavík

Verð

Tilboð

Stærð

82.8

Fermetraverð

-

Tegund

Hæðir
hero

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Bogi fasteignasali og Lind fasteignasala kynna til sölu:   Mikið breytta og endurbætta íbúð  með sérinngangi.  Íbúðin er í kjallara í fjórbýlishúsi.  Var áður 2ja herbergja en nú 4ra herbergja.  Eldhús fært á ganginn og stofu skv upprunalegri teikningu skipt í tvö minni herbergi.   Skv fmr skráð 82,8fm.  Byggingar 1947

Gengið er inn um sérinngang.   Forstofa er með nýjar flísar á gólfi. Stofa/borðstofa er með nýju harðparketi á gólfi og hljóðvistarplötum á einum vegg. Eldhús er bjart og opið að stofu, með nýju harðparketi á gólfi. Svefnherbergi I er með nýju harðparketi á gólfi og hljóðvistarplötum á einum vegg. Svefnherbergi II og III eru með nýju harðparketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með „walk inn“ sturtu, með nýjum svörtum blöndunartækjum, upphengdu salerni og nýrri góðri innréttingu.  Þvottahús er innaf eldhúsi í sameign hússins á sömu hæð og íbúð. Geymsla er inn af forstofu, undir útitröppum fyrir efri hæð

Helstu endurbætur: Járn og pappi á þaki endurnýjað. -Drenað með húsi allan hringinn. -Hús endursteinað að utan. -Tröppur lagaðar og göngustígur hellulagður uppá nýtt. -Nýtt sorptunnuskýli sett upp á lóð. -Öll gólf flotuð og ný gólfefni sett á öll gólf, nema í geymslu -Baðherbergi endurgert frá grunni. -Allar vatnslagnir fyrir íbúð endurnýjaðar. -Allar innihurðir nýjar. -Ný rafmagnstafla sett fyrir eldhús og raflagnir yfirfarnar. Skipt um rofa og slökkvara  -Ofnalagnir endurnýjaðar fyrir nokkrum árum.

Seljendur/Kaupendur mínir fá Vildarkort Lindar.  Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum:  Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak og Dorma. 

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:   Bogi fasteignasali,   6993444 / [email protected]
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég verðmet eignina þína.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900.kr


 

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband