08.06.2024 1277234

Vefarastræti 44

270 Mosfellsbær

hero

Verð

61.900.000

Stærð

69.8

Fermetraverð

886.819 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

56.900.000

Fasteignasala

Domusnova

Símanúmer


Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 12 daga.


Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

----- EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA  -----
VANTAR SAMBÆRILEG EIGN Í HVERFINU. ENDILEGA VERTU Í SAMBANDI EF ÞÚ ERT Í SÖLUHUGLEIÐINGUM.

VILTU VITA HVERS VIRÐI FASTEIGNINN ÞÍN ER Í DAG ? 
Fáðu frítt og FAST VERÐMAT - fastverdmat.is


Domusnova og Sölvi Sævarsson lgf. kynna í sölu:  3ja herbergja útsýnisíbúð á 3 hæð, (03-08) efstu hæð í fjölbýlishús með lyftu og sérinngangi af svölum í suðurhlíðum Helgafells, á skjólgóðum og sólríkum stað. 
Útsýni úr íbúðinni er einstaklega fallegt í suður til fjalla og yfir Álafosskvosina.
  • Björt útsýnisíbúð með tveimur svefnherbergjum.
  • Vandaðar innréttingar frá Formus innréttingum.
  • Sérinngangur af svalagangi.
  • Rafhleðsla í sameign á baklóð fyrir rafbíla.

Eignin er í heild skráð 69,8  fm skv. Þjóðskrá Íslands.
Fasteignamat 2024 er 56.900.000.-   Byggingarár er 2018.


Vefarastræti 40-44 er skipulagt innan svokallaðs "auga" sem dregur nafn sitt af lögun svæðisins og liggur nálægt miðju hverfisins.
Skipulag hverfisins er nútímalegt og mjög fjölskylduvænt, með góðum grunnskóla og tveimur leikskólum sem staðsettir verða í auganu í miðju hverfisins.

*** Mjög snyrtileg eign sem vert er að skoða ***

Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða [email protected] 

Nánari lýsing:
Anddyri - Bjart anddyri með fataskáp og flísum á gólfi.
Gangur/hol - Fataskápur/ geymsluskápur í holi og harðparket á gólfi.
Barnaherbergi/ geymsla - Með fataskáp og harðparketi á gólfi. 
Hjónaherbergi - Með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi - Flísalagt með hvítum flísum á veggjum. flísar á gólfi með gólfhita, handklæðaofn er á baði. Vandaðar innréttingar á baði með góðu skápaplássi og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í afmörkuðu rými. Salerni er upphengt og inbyggt í vegg, góð sturtuaðstaða með glerþili við.
Eldhús - Vönduð innrétting í eldhúsi með tækjaskáp og borðpötu úr acryl. Möguleiki er að bæta við tækjaskápi í eldhúsi í framhaldi af innréttingu og  að útvegg.
Eldhúskrókur er með miklu útsýni og útgengi á suðursvalir með miklu útsýni í suðaustur að Bláfjöllum og yfir Álafosskvosina. Harðparket á gólfi.
Stofa - Bjart stofurými með fallegu útsýni og harðparketi á gólfi. 

Innréttingar, skápar og hurðir: Innréttingar eru hannaðar af dap arkitektum og sérsmíðaðar frá Formus. Eldhúsinnrétting og fataskápar eru með dökkri viðarharðklæðningu (Egger) með mattri áferð.  Innfelld lýsing er undir efriskápum. Borðplata í eldhúsi er hvít af gerðinni CHPL ( Compact High Pressure Laminate). Baðinnrétting er úr dökkri viðarharðklæðningu (Egger) með mattri áferð.  Borðplata á baði er hvít af gerðinni HPL (High pressure Laminate). Allar brautir og lamir eru með ljúflokun frá Blum. Innihurðir eru yfirfelldar og hvítlakkaðar frá Ebson.

Sameign: Snyrtileg sameign og er sérinngangur í íbúðina af svalagangi.
Tvö tengi fyrir rafmagnshleðslu fyrir rafbíla er á bílaplani aftan við hús.
Góð hjólageymsla í sameign og hurð út í garð í suður þar sem stéttar eru með hitalögn.
Nánasta umhverfi: Stutt í leikskóla og skóla, verslun og þjónusta í næsta nágrenni. Fallegar og góðar göngu- og hjólaleiðir í næsta nágrenni.

Húsfélagsgjöld er 22.882. kr á mánuði
FYRIRHUGAÐAR FRAMKVÆMDIR Á VEGUM HÚSFÉLAGS
Í ferli er mál gegn seljanda hússins vegna ýmissa galla á sameign hússins. Lögmaður húsfélagsins lagði fram beiðni fyrir héraðsdómi um dómkvaðningu matsmanns vegna málsins og hefur matsmaður verið dómkvaddur til starfans.
Á aðalfundi 2024 var samþykkt að aukainnheimta fari fram á eigendur fyrir kostnaði við matið fyrir allt að 80.000 kr. pr. íbúð en um hlutfallslegan kostnað er að ræða svo kostnaður verður mismunandi eftir stærð íbúða.
Á aðalfundi 2024 var samþykkt aukainnheimta á eigendur upp á 16.595 kr. pr. íbúð vegna hreinsunar loftstokka. Þeirri innheimtu er lokið.
HÚSSJÓÐUR – FRAMKVÆMDASJÓÐUR Heildarstaða framkvæmdasjóðs: ☒ inneign kr. 1.751.156 ☐ skuld kr. Heildarstaða hússjóðs: ☒ inneign kr. 877.724.-
 
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða [email protected] 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

Samskiptasaga eignar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Ath. gagnavinnsla er enn í gangi. Byggir í dag einungis á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2020.

    PóstlistiÁbendingarHafa samband