Söluauglýsing: 1277064

Brattatunga 3

200 Kópavogur

Verð

142.500.000

Stærð

214.3

Fermetraverð

664.956 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

118.200.000

Fasteignasala

Gimli Fasteignasala

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Gimli fasteignasala og Kristján Gíslason lögg.fasteignasali kynna:  Fallegt og töluvert mikið endunýjað 214,3 fm "Sigvaldahús" í Suðurhlíðum Kópavogs. Mikið útsýni er frá húsinu þar sem það stendur austast í hverfinu. Húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, fataherbergi, skrifstofa og baðherbergi ásamt samliggjandi eldhúsi og stórri stofu. Þar er einnig 50 fm verönd. Á neðri hæð er ca 50 fm nýuppgerð íbúð með sér inngangi, þvottahús efri hæðar og innbyggður bílskúr. Innaf bílskúr er snyrtilegt ca 80 fm óskráð rými.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, lögg.fasteignasali, í síma 691-4252, eða með tölvupósti til [email protected]


Smelltu hér til að sjá myndband af húsinu

Nánari lýsing.
Neðri hæð: Aðalinngangur hússins er á neðri hæð. Komið er inn í anddyri og þar til vinstri er inngangur í ca 50 fm nýuppgerða stúdíóíbúð, sem einnig er með sérinngangi á vestur hlið hússins. Komið inn í forstofu með fatahengi og skápum. Eldhús er með ljósri innréttingu, ísskáp, ofni og helluborði, litlu eldhúsborði og tengingum fyrir þvottavél. Baðherbergið er með sturtu, upphengdu salerni, vaska innréttingu, handklæðaofni og opnanlegum glugga. Stofa/svefnherbergi er með góðum gluggum og útihurð til vesturs. Parket er á íbúðinni nema baðherbergi sem er flísalagt.
Innangengt er í bílskúr, til hægri, úr anddyri húsins. Bílskúrinn er skráður 27,8 fm. Rafmagnsopnun á bílskúrshurð, góðir gluggar, heitt og kalt vatn og tengi fyrir vask. Innaf bílskúr er ca 80 fm snyrtilegt en gluggalaust, óskráð rými.
Beint innaf anddyri hússins er forstofa með fatahengi og einnig þvottahús efri hæðar, með stórri hvítri innréttingu. Úr forstofu er gengið upp stiga uppá efri hæðina.
Efri hæð: Stór stofa með gluggum á þrjá vegu og góðu útsýni. Úr stofu er gengt út á ca 50 fm skjólsæla verönd. Eldhús myndar eina heild með stofu. Í eldhúsinu eru gráar flísar á gólfi, nýleg hvít innrétting með dökkri borðplötu úr stein, tveir ofnar í vinnuhæð og spansuðu helluborð. Á svefnherbergisgangi er baðherbergi, skrifstofa og þrjú svefnherbergi sem öll eru með gluggum út að veröndinni. Innaf hjónaherberginu er fataherbergi. Í baðherberginu er baðkar með sturtu, opnanlegur gluggi og hvít innrétting.

Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarson og byggt 1966. Það er á tveimur hæðum með steyptu þaki. Húsið stendur næst neðst í fimm húsa raðhúsalengju á þessum skjólsæla stað í suðurhlíðum Kópavogs. Mikið útsýni og stutt í skóla, leikskóla, íþróttaiðkun og útivist. Góða aðkoma að húsi og nóg af bílastæðum.

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: [email protected]
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband