Söluauglýsing: 1276931

Hafnargata 8

580 Siglufjörður

Verð

45.900.000

Stærð

139.6

Fermetraverð

328.797 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

30.050.000

Fasteignasala

Fasteignamiðlun

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 6 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignamiðlun kynnir eignina Hafnargata 8, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0280 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hafnargata 8 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0280, birt stærð 139.6 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur [email protected].


Um er að ræða einbýlishús á þremur hæðum með frábæru útsýni. Eignin samanstendur af anddyri, þvottahúsi, baðherbergi, þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, geymsluskúr og timburpalli. 
Gengið er inn á neðstu hæð inn í anddyri með flísum á gólfi og góðum fataskáp. Inn af anddyri er ágætis þvottahús með góðu plássi og opnanlegum glugga. 
Neðsta hæð samanstendur af anddyri, þvotthúsi, baðherbergi og  tveimur svefnherbergjum. Baðherbergi er með flísum og hita í gólfi. Flísar ganga upp á vegg að hálfu við baðkar og frístandandi sturtuklefi. Innrétting með vask, upphengt klósett og handklæðaofn. Svefnherbergin eru mjög rúmgóð með fataskápum og parket á gólfi. Geymsla er með góðu hilluplássi og glugga með viftu. Stálstigi með teppalögðum timburþrepum er upp á miðhæð eignarinnar. Á miðhæð eignarinnar er útgangur út á timburpall vestan við eignina. Búið er að leggja þriggja fasa rafmagnstengi út á pall fyrir rafmagnspott. Miðhæð samanstendur af stofu og eldhúsi. Eldhús er með hvítum innréttingingu úr Brúnás með efri og neðri skápum og viðarborðplötu. Stál plata er á vegg við vask og helluborð. Flísar eru á gólfi. Stofa er mjög rúmgóð með góðu gluggaplássi og fallegu útsýni yfir fjörðinn. Upp á efstu hæð sem er að hluta til undir súð en þar hefur verið útbúið rúmgott svefnherbergi með parket á gólfi og opnanlegum glugga. Undir risi er mjög rúmgóð geymsla aflokuð með hurð. Veglegur timburstigi liggur upp á efstu hæð. 
Eignin er steni klædd að neðan en bárujárnsklædd að ofan. Bílastæði er malarlagt með stoðvegg að garði. Timbur 9m2 geymsluskúr er innst á bílastæði, rafmagn er í skúrnum. Garður er graslagður með timburpalli vestan við eign og annar minni sunnan við eign. Stétt fyirr utan inngang eignarinnar er nýlega steypt og tröppur voru steyptar norðan við eign upp í garð. Ruslaskýli er einnig nýlega sett upp. Leyfi er fyrir byggingu bílskúrs á lóðinni og einnig beiðni um að færa staur sem er við bílastæði. 

Anddyri: flísalagt með góðu skápaplássi 
Eldhús: hvítar innréttingar með viðarborðplötu og flísar á gólfi. 
Svefnherbergi: eru þrjú mjög rúmgóð með parket á gólfi. 
Baðherbergi: flísalagt með hita í gólfi, frístandandi sturtuklefi, baðkar, upphengt klósett, vaskur og innrétting. 
Stofa: rúmgóð með parket á gólfi. 
Geymsla: er með steyptu gólfi og góðu hilluplássi. Gluggi með viftu er í geymslu
Þvottahús: er með flísum gólfi og góðu plássi. Opnalegur gluggi er í þvottahúsi. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali í Fjallabyggð
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband