06.06.2024 1276056

Söluskrá FastansBirkidalur 7

260 Reykjanesbær

hero

50 myndir

135.900.000

569.811 kr. / m²

06.06.2024 - 8 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 14.06.2024

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

238.5

Fermetrar

Fasteignasala

PRODOMO fasteignasala

[email protected]
420-4030
Bílskúr
Heitur pottur
Verönd

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilegt einbýlishús ásamt bílskúr að Birkidal 7 í Njarðvík.
OPIÐ HÚS FIMMTUDAGINN 6 JÚNÍ FRÁ 18:30 - 19:00
Sérlega stílhrein og vönduð eign á góðum stað þar sem stutt er í skóla, leikskóla og væntanlegt íþróttamannvirki.

** 4 svefnherbergi
** 2 baðherbergi
** Sérsmíðaðar innréttingar, marmari á borðum
** Niðurfelld loft með innfelldri lýsingu.
** Hita og ljósastýring.
** Húsið er hannað af Úti og inni arkitektum.

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi. Þar er góður skápur. 
Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu rými, þar eru gólfsíðir gluggar og útgengt á lóð á tveimur stöðum. Stílhrein svört innrétting í eldhúsi með góðu skápa og vinnuplássi, marmari á innréttingu, span helluborð, vínkælir og innbyggð uppþvottavél. Í stofu er sérsmíðaður skápur.
Sjónvarpsrými með parketi á gólfi. Þar er sérsmíðuð innrétting. Gluggi við loft. Rennihurðar eru á tvo vegu úr þessu rými.
Baðherbergi 1 með flísum á gólfi og veggjum, svört innrétting, upphengt salerni og sturta..
Herbergisgangur með parketi á gólfi.
Baðherbergi 2 með flísum á gólfi og veggjum. Innrétting með marmara og niðurfelldum vaski, upphengt salerni, frístandandi baðkar frá Lusso stone og sturta. Þaðan er útgengt á lóð.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Inn af því er fataherbergi. Í fataherbergi eru innréttingar. 
Barnaherbergin þrjú eru rúmgóð, parket er á gólfum og fataskápar í þeim öllum.
Þvottahús með flísum á gólfi. Innrétting með góðu skápaplássi þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. 

Bílskúr, góð innrétting, bílskúrshurðaopnari fylgir með. Útgönguhurð á gafli hússins.
Teikningar af verönd fylgja með. Búið er að gera ráð fyrir heitum potti.

Alrými eignarinnar er opið og bjart. Öll rými eignarinnar eru rúmgóð. Búið er að steypa veggi í kringum lóðina og tyrfa.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
131.500.000 kr.238.50 551.363 kr./m²233221905.07.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Einbýli á 1. hæð
238

Fasteignamat 2025

117.600.000 kr.

Fasteignamat 2024

112.750.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband