05.06.2024 1275726

Söluskrá FastansGvendargeisli 22

113 Reykjavík

hero

39 myndir

77.500.000

709.058 kr. / m²

05.06.2024 - 9 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 14.06.2024

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

109.3

Fermetrar

Fasteignasala

Trausti

[email protected]
823-4969
Kjallari
Svalir
Hjólageymsla
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Til sölu 109,3 fm mikið uppgerð, falleg og mjög vel skipulögð 3ja herb. íbúð með sérinngangi á jarðhæð, stórum afgirtum sólríkum palli og stæði í bílageymslu við Gvendargeisla 22. Þetta er vinsælt svæði og stutt í leikskóla og grunnskóla. Góðir göngu- og hjólastígar eru á svæðinu. Aðgengi að íbúðinni er mjög gott, hún er vel skipulögð, geymsla og stæði í bílakjallara er mjög vel staðsett. Á pallinn næst bæði morgun- og kvöldsól.
Samkvæmt þjóðskrá er íbúðin skráð 100,1 fm og geymsla 9,2 fm.

Nánari lýsing:
Stór forstofa með fallegum filmuðum fataskáp, flísar á gólfi.
Rúmgott hol sem tengir vistarverur íbúðarinnar.
Björt stofa/borðstofa með góðri kyndingu, gengið út á lokaðar parketlagðar svalir/sólstofu. 
Gengið út á fallegan og skjólgóðan pall út frá svölum/sólstofu.
Eldhús er inn af borðstofu, er með fallegri filmaðri innréttingu, nýtt helluborð og nýr sjálfhreinsandi bakaraofn.
Bjart hjónaherbergi með stórum filmuðum fataskáp.
Skemmtilegt barnaherbergi með filmuðum fataskáp.
Baðherbergi með vaskskáp, upphengdu WC og stórri sturtu. Flísalagt í hólf og gólf á mjög vandaðan hátt.
Gott þvottahús/geymsla innan íbúðar, flísar á gólfi.
Nýlegt og fallegt vínilparket er á íbúðinni nema baði og þvottahúsi þar sem eru flísar.
Snyrtileg hjólageymsla. Bílakjallari með sérmerktu stæði og geymslu.

Framkvæmdir:
Íbúðin: Forstofa var flísalögð og fataskápur filmaður ca. árið 2019. Svalir/sólstofa lokaðar og parketlagðar ca. árið 2019. Ofn úr eldhúskrók færður yfir í sólstofu, pípari yfirfór ofna í íbúðinni ca. árið 2019. Gólf íbúðarinnar var parketlagt og eldhús flísalagt ca. árið 2020. Allar innihurðir voru filmaðar ca. árið 2021. Baðkar tekið og sett stór sturta í baðherbergi ca árið 2021. Eldhúsinnrétting filmuð árið 2022. Sextán ampera tengill í bílastæði og úti á palli.
Húsið: Húsið var sprunguviðgert og málað ca. árið 2019. Skólplagnir myndaðar og hreinsaðar árið 2022. Pípari yfirfór hitagrind ca. árið 2023. Hiti í bílakjallara rampi (úti) var endurnýjaður ca árið 2023. 

Nánari upplýsingar veita:
Einar Örn Guðmundsson lgf. í síma 823-4969 eða á [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
49.800.000 kr.109.30 455.627 kr./m²226180317.10.2018

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010104

Íbúð á 1. hæð
109

Fasteignamat 2025

69.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

70.000.000 kr.

010204

Íbúð á 2. hæð
126

Fasteignamat 2025

77.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

77.950.000 kr.

010304

Íbúð á 3. hæð
126

Fasteignamat 2025

77.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

77.800.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband