Söluauglýsing: 1275658

Fjallalind 7

201 Kópavogur

Verð

128.000.000

Stærð

145.8

Fermetraverð

877.915 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

117.250.000

Fasteignasala

Valborg

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 8 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Valborg fasteignasala kynnir fallegt og vel skipulagt 145,8 fm parhús á eftirsóttum stað við Fjallalind 7 í Kópavogi.  Húsið er á einni hæð með innbyggðum bílskúr.  Stór verönd, skjólveggir og snjóbræðsla. 

Húsið skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, stofu samliggjandi með borðstofu, sjónvarpshol, eldhús, rúmgott baðherbergi, þvottahús innaf bílskúr, forstofu og flísalagðan bílskúr með geymslulofti að hluta.

Aðkoma er góð á stórt og hellulagt bílaplan með snjóbræðslu framan við bílskúr og inngang. Góð sólrík verönd sem snýr í suður, austur og vestur. Hellulögð stétt er framan við, austan megin og að hluta til á bakvið hús. Fyrir utan stofu er fallegur pallur úr harðviði.

Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknaverðum stað í Lindahverfi í Kópavogi þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla, allar helstu verslanir og þjónustu.

Nánari lýsing:
Forstofa: Flísalagt gólf, rúmgóður fataskápur.
Stofa og borðstofa: Eru í opnu og björtu flísalögðu rými. Útgengt úr stofu út á verönd. Innfelld lýsing.
Eldhús: Eldhúsborð, innrétting með helluborði og bakaraofni í vinnuhæð. Innfeld lýsing.  
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum fataskáp. Parket á gólfi. Hurð út á verönd.  
Svefnherbergi 2 : Barnaherbergi með parketi.  Skápur var tekinn burtu en fylgir.
Svefnherbergi 3:  Barnaherbergi með parketi og fataskáp.
Baðherbergi:  Rúmgott, flísar á veggjum og gólfi, "walk in" sturta, upphengt salerni, innrétting og nuddbaðkar.
Þvottahús: Rúmgóð innrétting ásamtt skolvaski. Gengið inn frá sjónvarpsholi og bílskúr.
Bílskúr: Er snyrtilegur með flísum á gólfi, miklu skápaplássi, vaski og millilofti. 
Verönd og lóð: Rúmgóð verönd, stétt með snjóbræðslu, þvottasnúrur, pallur úr harðviði og falleg og gróin lóð. 

Ath! Húsið er ekki nákvæmlega skv. samþykktum teikningum. 

Skv. HMS er heildarstærð 145,8 m². Íbúðarhluti 112,7 m² og bílskúr 33,1 m². Lóð 664 m². 

Hafið samband og bókið skoðun.  Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Steinþórsson löggiltur fasteignasali - viðskiptafræðingur í síma 896-5865, tölvupóstur [email protected].

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband