Söluauglýsing: 1274231

Geitland 6

108 Reykjavík

Verð

102.500.000

Stærð

146

Fermetraverð

702.055 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

88.500.000

Fasteignasala

Híbýli Fasteignasala

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Opið hús miðvikudaginn 5. júní frá kl 17:00 til 17:30 - Geitland 6, 108 Reykjavík - íbúð 0302  

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:

Falleg, björt og vel skipulögð 5 herbergja rúmgóð útsýnisíbúð á efstu hæð á eftirsóttum stað við Geitland í Fossvogi. Eigninni fylgir einnig bílskúr í bílskúralengju neðan við húsið.
Eignin er samtals 146 fm, þar af bílskúr 21,8 fm og sérgeymsla í kjallara 2,3 fm.

Lýsing eignar:
Forstofa: harðparket á gólfi, fataskápar.
Eldhús: Opið við borðstofu, flísar á gólfi, endurnýjuð ljós viðarinnrétting, gott skápa og vinnupláss, innbyggð tæki, gluggi.
Þvottahús: inn af eldhúsi er flísalagt þvottahús með góðri innréttingu.
Borðstofa: opin við eldhús, harðparket á gólfi, útgengt á stórar og skjólgóðar svalir með glæsilegu útsýni sem snúa í suður.
Setustofa: rúmgóð og björt, panilklæddur milliveggur aðskilur borðstofu og setustofu, harðparket á gólfi, mikið útsýni yfir Fossvoginn til suðurs.
Svefnálma
Hjónaherbergi: rúmgott herbergi, harðparket á gólfi, fataskápar, útgengi á litlar svalir sem snúa í norðaustur og njóta morgunsólar.
Barnaherbergi 1: gott herbergi, harðparket á gólfi, fataskápur.
Barnaherbergi 2: einnig gott herbergi, harðparket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: flísar á veggjum og gólfi, hornsturtuklefi, innrétting undir vaski, gluggi.

Íbúðinni fylgir sérgeymsla á jarðhæð hússins (2,3 fm). Sameiginleg hjóla&vagnageymsla er einnig á jarðhæð hússins. Einnig er sameiginlegt þvottahús á jarðhæð hússins.
Eigninni fylgir bílskúr í bílskúralengju framan við húsið, skúrinn næst tröppunum að húsinu fylgir þessari íbúð. Hiti, rafmagn og rennandi vatn, hurð með rafmagnsopnun.

Viðhald og endurbætur
2022 - Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu árið 2022.
2022 - Gluggar yfirfarnir og skipt um þá sem voru komnir á tíma árið.
2014 - Skólplagnir undir húsinu endurnýjaðar. 
2017 - drenað norðan hússins og meðfram gafli.
2020 - Raflagnir og rafmagnstafla endurnýjuð í eldhúsi og þvottahúsi innan íbúðar.
2017 - rafmagnstafla í sameign endurnýjuð.
Árið 2018 var skipt um neðri plötur á gafli.
2012 / 2013 - Þakjárn og þakrennur hússins endurnýjaðar.
2023 - Þak á bílskúralengju yfirfarið og viðgert eftir þörfum.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband